Varðveittu gleðina í glímunni við álagið
Varðveittu gleðina í glímunni við álagið
FLESTIR STANDA SIG Í GLÍMUNNI VIÐ ÁLAG LÍFSINS EN FÁUM TEKST AÐ VARÐVEITA GLEÐINA LÍKA. TIL ÞESS ÞARF SÉRSTAKA VISKU.
Í BÓKINNI The 24-Hour Society er þetta viðurkennt þar sem segir: „Við þurfum að tileinka okkur þá visku sem þarf til að vernda mannlegar þarfir og mannlegt eðli í hinum tæknivædda heimi sem við höfum búið til.“
Sem betur fer eigum við greiðan aðgang að miklum viskubrunni í útbreiddustu bók veraldar — Biblíunni. Biblían er innblásin af Guði sem skilur mannlegt eðli og þarfir fullkomlega. Hún inniheldur þrautreyndar meginreglur sem geta hjálpað okkur að ná betri Jesaja 48:18; 2. Tímóteusarbréf 3:16.
tökum á lífinu. Ef við förum eftir þeim getum við varðveitt gleði okkar í erli og annríki nútímans. —Þessar meginreglur snúa að þrennu. Í fyrsta lagi hvar geti verið skynsamlegt að skera niður. Í öðru lagi eru þær hjálp til að forgangsraða vitlega. Og í þriðja lagi gefa þær þér andlega viðmiðun í lífinu sem er margfalt betri en hrein efnishyggja. Lítum nánar á þetta þrennt.
Hafðu lífið einfalt
Ímyndaðu þér að þú sért að fara í nokkurra daga útilegu. Þú vilt hafa hana þægilega svo að þú tekur með þér stórt tjald með öllum hugsanlegum fylgihlutum. Þú hengir kerru aftan í bílinn og hleður á hana húsgögnum, eldunartækjum, kæliskáp, rafstöð, ljósabúnaði, sjónvarpstæki, vistum og alls konar öðru dóti. Það tekur marga klukkutíma að tjalda og koma sér fyrir. Eftir stutt frí eyðirðu jafnlöngum tíma í að taka allt hafurtaskið saman, að ekki sé nú talað um að koma því aftur á sinn stað þegar heim er komið. Þú lítur um öxl og áttar þig á því að þú máttir ekki vera að því að njóta útilegunnar almennilega. Þú spyrð þig hvort það hafi verið erfiðisins virði.
Fyrir milljónir manna er lífið ekki ósvipað þessari útilegu. Þeir eyða óheyrilegum tíma í að eignast og viðhalda ótal hlutum sem heimurinn telur okkur trú um að við þurfum að eiga til að vera ánægð. Jesús Kristur sagði hins vegar: „Þótt einhver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki trygt með eigum hans.“ (Lúkas 12:15, Biblían 1912) Efnahagur er enginn mælikvarði á lífsgæði. Reyndar er það svo að auður og fémunir auka oft streituna og áhyggjurnar frekar en að draga úr þeim. „Offylli hins auðuga lætur hann eigi hafa frið til að sofa,“ segir Prédikarinn 5:11.
Líttu því gagnrýnum augum á hvaðeina sem þú átt og spyrðu þig: ‚Þarf ég raunverulega á þessu að halda eða er þetta óþarfadrasl? Eykur þetta lífsgæðin eða stelur það frá mér dýrmætum tíma?‘ Leonie
McMahon segir í inngangi bókarinnar Why Am I So Tired?: „Hin ýmsu tæki, sem áttu að létta heimilisstörfin, hafa orðið þess valdandi að húsmóðirin þarf að vinna úti til að kaupa þau og kosta rekstur þeirra.“Með því að einfalda lífið skapar maður sér meira svigrúm til að vera með fjölskyldu, vinum og sjálfum sér. Og þetta svigrúm er mikilvægt til að vera ánægður. Gerðu ekki þau mistök að uppgötva um seinan að vinir og fjölskylda eru miklu meira virði — og skemmtilegri — en peningar og hlutir. Fólk getur elskað þig, hlutir ekki. Bankareikningar, hlutabréf, tölvur, sjónvarpstæki og önnur tæki, sem getur allt verið gott og gilt, eru hismi lífsins en ekki kjarni þess. Þeir sem láta þess háttar hluti ganga fyrir auvirða líf sitt. Að lokum verða þeir óánægðir eða jafnvel beiskir. — 1. Tímóteusarbréf 6:6-10.
Stjórnaðu tímanum og forgangsraðaðu
Tímastjórnun er að sumu leyti lík fjárhagsáætlun. Ef maður reynir að troða of mörgu inn á sjálfan sig á þeim takmarkaða tíma, sem maður hefur til umráða, þá er eins og maður lifi um efni fram. Það er bein ávísun á vonbrigði, streitu og þreytu. Lærðu því að forgangsraða.
Byrjaðu á því að ákvarða hvað skipti mestu máli og ætlaðu þér nægan Matteus 6:31-34) Ef mikilvægum málum er hespað af eða þau afgreidd yfirborðslega eru alvarleg vandamál oft á næsta leiti. Kannski þarftu að losa þig við tímafreka hluti og hugðarefni sem lítið gagn er í.
tíma til þess. Andleg hugðarefni eru alltaf efst á blaði hjá kristnum mönnum. (Þegar þú forgangsraðar máttu ekki gleyma að ætla þér tíma til einveru — til uppbyggilegra hugleiðinga, til að „hlaða rafhlöðurnar“ ef svo má að orði komast. „Innihaldsríkar einverustundir eru nauðsynlegt heilsulyf í hraða umheimsins,“ segir tímaritið Psychology Today. „Einverustundir eru eldsneyti lífsins.“ Ef maður er of upptekinn til að njóta hljóðra hugleiðinga er hætta á að maður verði grunnfærinn í afstöðu til lífsins.
Hógværð og andlegt hugarfar
Hógværð og andlegt hugarfar er það besta sem maður á til að vera hamingjusamur og varðveita gott jafnvægi í lífinu. Hógværð er mikilvæg af því að hún forðar manni frá því að taka á sig meira vinnuálag og ábyrgð en raunhæft er. Hógvær maður veit hvenær hann á að afþakka yfirvinnu eða annað sem myndi kosta það að fórna einhverju mikilvægara. Hógværir öfunda ekki aðra af því sem þeir hafa eða gera og eru þar af leiðandi nægjusamir að jafnaði. Sönn hógværð er viss þáttur andlegs hugarfars sem er líka mikilvægt til að hafa góða stjórn á lífi sínu. — Míka 6:8; 1. Jóhannesarbréf 2:15-17.
Andlegt hugarfar byggt á nákvæmri biblíuþekkingu gerir mann hygginn og skynugan svo að maður lætur ekki blekkjast af ómerkilegum skilgreiningum umheimsins á velgengni. Andlega sinnaður maður fer eftir hinu viturlega ráði í 1. Korintubréfi 7:31: „Þeir sem nota heiminn, [skulu vera] eins og þeir færðu sér hann ekki í nyt. Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok.“ Kristnir menn „nota heiminn“ til að sjá sér og sínum farborða en þeir láta heiminn ekki gleypa sig. Þeir vita að hann býður ekki upp á raunverulegt öryggi. Þeir vita að hann líður undir lok innan skamms og að raunveruleg velgengni — öryggi og eilíft líf í paradís á jörð — er komin undir stöðu manns frammi fyrir Guði. (Sálmur 1:1-3; 37:11, 29) Jesús ráðlagði mönnum að safna sér „fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.“ Það er viturlegt ráð. — Matteus 6:20.
Forðastu áhyggjur og eignastu sannan frið
Álagið mun eflaust vaxa eftir því sem dregur nær endalokum þessa heimskerfis og sífellt meira verður krafist af tíma okkar. Það er því mikilvægt að gera sitt ítrasta til að fara eftir ráðleggingu Biblíunnar í Filippíbréfinu 4:6, 7: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Slíkur friður er utan seilingar fyrir þá sem hugsa einungis á veraldlegum nótum og sjá ekkert gildi í bæninni.
En Jehóva gefur ekki aðeins hugarfrið. Hann hjálpar þér að bera ábyrgð þína dag hvern ef þú ‚varpar öllum áhyggjum þínum á hann.‘ (1. Pétursbréf 5:7; Sálmur 68:20) Það er því viturlegt að hlusta daglega á Guð með því að lesa í orði hans. Enginn getur gefið þér betri ráð en skaparinn. (Sálmur 119:99, 100, 105) Reynslan hefur margsannað að þeir sem gera samband sitt við Guð að þungamiðju lífsins eru mun betur í stakk búnir en aðrir til að varðveita gleði sína í glímunni við eril og annir lífsins. — Orðskviðirnir 1:33; 3:5, 6.
[Innskot á blaðsíðu 11]
Forgangsraðaðu og gleymdu ekki að sinna andlegum þörfum og einverustundum.
[Mynd á blaðsíðu 9]
Geturðu einfaldað líf þitt?
[Mynd á blaðsíðu 10]
Læturðu hluti eða fólk ganga fyrir?