Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er hægt að bjarga tegundunum?

Er hægt að bjarga tegundunum?

Er hægt að bjarga tegundunum?

„MAÐURINN er að hrekja tegundirnar, allt frá öpum til albatrosa og drekaflugna, svo hratt fram á barm útrýmingar að hann er að tefla sjálfum sér í tvísýnu.“ Þetta kemur fram í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail. Blaðið lét þessi orð falla í tilefni af útkomu 2000 IUCN Red List of Threatened Species, frá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem er með aðsetur í Genf í Sviss. Í skýrslu sambandsins er varað við því að rúmlega 11.000 tegundir jurta og dýra séu í verulegri útrýmingarhættu. Spendýr eru í mestri hættu. „Um það bil fjórðungur allra spendýrategunda jarðar, eða 24 prósent, eru í útrýmingarhættu,“ að sögn blaðsins.

Hverjum er um að kenna? Vísindamenn benda á að alþjóðaverslun með gæludýr, línuveiðar með risalínum og eyðing á kjörlendi skýri hvers vegna tegundirnar hverfi hraðar en áður. Og samhliða því að lagðir eru fleiri vegir vegna skógarhöggs um ósnortna skóga „fá menn greiðari aðgang að villidýrum sem áður voru utan seilingar. Síðan eru þau drepin og étin. Ef það er stundað nógu grimmt deyja tegundir út.“

Vísindamenn vara við því að mannkynið tefli sjálfu sér í tvísýnu með þessu framferði. „Um leið og við útrýmum tegundum erum við að fikta við kerfið sem býr okkur nauðsynleg lífsskilyrði,“ segir David Brackett, formaður tegundaverndarnefndar Alþjóðanáttúruverndarsambandsins. „Heimurinn lifir ekki ef öll fjölbreytni lífríkisins er einungis geymd í dýragörðum.“

Alþjóðanáttúruverndarsambandið hvetur alþjóðasamfélagið til að grípa í taumana og segir að „það verði að virkja tí- til hundraðfalt meiri mannafla og fjárafla en nú er gert til að taka á þessum vanda.“ En því miður er græðgin oft þrándur í götu þegar einlægir menn freista þess að varðveita auðlindir jarðar.

Er hægt að bjarga tegundum lífríkisins? Fyrstu mönnunum og afkomendum þeirra var fengið það verkefni að annast hið fjölbreytta lífríki jarðar. „Þá tók [Jehóva] Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans,“ segir Biblían. (1. Mósebók 2:15) Þó svo að maðurinn bregðist skyldu sinni eru áform Guðs með jörðina óbreytt. Honum er annt um jörðina og hann leyfir mönnum ekki að eyðileggja hana sökum hirðuleysis eða græðgi. (Opinberunarbókin 11:18) Hann lofar í Biblíunni að ‚hinir réttlátu fái landið (það er að segja jörðina) til eignar og búi í því um aldur.‘ — Sálmur 37:⁠29.

[Mynd credit line á blaðsíðu 31]

U.S. Fish & Wildlife Service, Washington, D.C./J.D. Pittillo