Fuglaskoðun er skemmtileg
Fuglaskoðun er skemmtileg
HEIMURINN væri fátæklegri án fugla. Kvak þeirra og söngur, margs konar litir og ólík flug, eykur allt á hinn fagra fjölbreytileika lífsins. En hversu oft gefum við okkur tíma til að hlusta á þá og fylgjast með þeim? Ef þú býrð í borg og ert umkringdur hávaða og umferðanið hins daglega lífs tekurðu kannski ekki einu sinni eftir fuglunum í kringum þig. Úti á landi er jafnvel auðvelt að líta á þá sem sjálfsagðan hlut. En langar þig til að sjá fuglana á svæðinu í návígi?
Þú getur gert það með því að strá fuglafóðri í garðinn þinn í hæfilegri fjarlægð frá glugga. Síðan þarftu bara kíki, myndavél með góðri aðdráttarlinsu og smá þolinmæði. Hafðu nóg af ljósnæmum filmum við höndina og góða, myndskreytta fuglahandbók. Fylgstu síðan með, hlustaðu og njóttu þess.