Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Huggun þegar ástvinur deyr

Huggun þegar ástvinur deyr

Huggun þegar ástvinur deyr

Fyrir nokkrum árum gáfu Vottar Jehóva út bækling er fjallar um þá erfiðleika sem upp koma við fráfall ástvinar. Nýlega kom bréf frá þakklátum lesanda í Sambandslýðveldinu Júgóslavíu en þar stóð: „Mig langar til að færa ykkur hjartans þakkir fyrir bæklinginn Þegar ástvinur deyr . . . Með sanni má segja að þar sé fjallað um öll atriði sem snerta ástvinamissi.“

Bréfritarinn skrifar: „Bæklingurinn veitti mér ,áfallahjálp‘ þegar ég missti bróður minn í umferðarslysi.“ Mér var mikil huggun í að lesa kaflann ‚Nokkrar gagnlegar tillögur,‘ á bls. 18. En eftir fjóra mánuði fór mér að líða mjög illa og ég fylltist söknuði. Ég óttaðist um geðheilsu mína.

Ég fór aftur yfir bæklinginn og á bls. 9, í rammagreininni „Sorgarferlið,“ tók ég eftir því að tímabundinn dapurleiki og þrá eftir því sem áður var er undanfari þess að maður nái jafnvægi á ný. Þetta var mér sannarlega til huggunar. Ég þakka fyrir þessa hlýju samúð sem kemur fram í bæklingnum.“

Kannski yrði þér líka huggun í því, eða einhverjum þér tengdum, að lesa þennan 32 blaðsíðna bækling. Þú getur eignast hann með því að fylla út meðfylgjandi miða og senda hann til Votta Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík.

Vinsamlegast sendið mér bæklinginn Þegar ástvinur deyr . . .

Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.