Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er barnið þitt öruggt?

Er barnið þitt öruggt?

Er barnið þitt öruggt?

Umferðarslys eru algengasta dánarorsök barna á aldrinum 5 til 14 ára, að sögn bandaríska umferðaröryggisráðsins (NHTSA). Það segir að „meira en 50 prósent barna, sem deyja í árekstrum, séu ekki fest [með öryggisbúnaði] og 4 börn af hverjum 5 illa fest.“

Bandaríska umferðaröryggisráðið gefur þeim sem hafa börn í bílnum nokkur heilræði og varnaðarorð um öryggi. Þó svo að lög séu breytileg eftir löndum geta þessi ráð verið umhugsunarverð mörgum foreldrum og öðrum, sem hafa barn í sinni vörslu. Aflaðu þér upplýsinga hjá Umferðarráði og gerðu allt hvað þú getur til að tryggja öryggi þessa dýrmæta farms!

Heilræði

Börn eru öruggust í aftursætinu.

1 Ungbarn á að vera í ungbarnabílstól í aftursæti með bak í akstursstefnu.

2 Barn eldra en eins árs og minnst 9 kílógramma þungt má vera í barnabílstól sem snýr í akstursstefnu.

3 Þegar barn er orðið 18 kílógrömm að þyngd getur það farið að nota beltisstól sem haldið er með þriggja festu bílbelti.

4 Barn, sem er um 36 kílógrömm að þyngd og 140 sentímetrar á hæð, má nota bílbelti fyrir fullorðna.

Varnaðarorð

Börn undir 13 ára aldri eiga ekki að sitja í framsæti. Uppblásanlegir öryggispúðar fyrir farþega í framsæti geta valdið alvarlegum áverkum á yngri börnum og ungbörnum.

Tveggja festu belti veitir ekki næga vernd eitt sér þegar beltisstóll er notaður nema sett sé framan á stólinn til þess gerð hlíf.

Ekki halda að þriggja festu bílbelti dugi eitt sér til að vernda lítið barn í árekstri. Það getur lagst þvert yfir háls barnsins og valdið alvarlegum áverkum, jafnvel dauða.

Fylgdu vandlega leiðbeiningum um notkun barnabílstóla. Bandaríska umferðaröryggisráðið segir að „jafnvel ,öruggustu‘ sæti verndi ef til vill ekki barnið þitt nema þau séu notuð rétt.“

[Mynd á blaðsíðu 31]

Það er mikilvægt að festa bílbeltið tryggilega þegar barnabílstól er komið fyrir.