Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hernaðarsinni eða friðarpostuli?

Hernaðarsinni eða friðarpostuli?

Hernaðarsinni eða friðarpostuli?

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í SVÍÞJÓÐ

Árlega eru nóbelsverðlaunin veitt einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem hafa unnið afrek á ýmsum sviðum í þágu mannkyns. Hvenær var stofnað til þessara verðlauna og hvað eiga þau skylt við tilraunir mannsins til að koma á heimsfriði?

NAFN hans er sett í samband við það að bæta hlutskipti mannkyns. Engu að síður auðgaðist hann mjög á sölu stríðsvopna. Maðurinn var Alfred Bernhard Nobel, sænskur efnafræðingur og iðnrekandi. Nobel hefur hlotið mikið lof fyrir mannúðarstefnu sína en einnig verið nefndur „sölumaður dauðans.“ Hvers vegna? Vegna þess að hann fann upp dínamítið og stórhagnaðist á framleiðslu og sölu öflugra sprengiefna.

Alfred Nobel lést árið 1896 og þá kom nokkuð óvænt í ljós. Í erfðaskrá hans var kveðið á um að stofnaður skyldi sjóður með höfuðstól að jafnvirði um það bil 880 milljóna íslenskra króna. Vextirnir skyldu notaðir ár hvert til að verðlauna einstaklinga sem unnið hefðu afrek á sviði eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, bókmennta og friðar.

Mörgum þótti þessi ráðstöfun illskiljanleg í fyrstu. Hvernig stóð á því að athafnamaður, sem framleitt hafði sprengiefni í stórum stíl, var svona áfram um að verðlauna afrek af ýmsu tagi, meira að segja árangur af friðarviðleitni? Sumir töldu að Nobel hefði haft samviskubit út af því að hafa helgað krafta sína framleiðslu sprengiefna. Aðrir komust á þá skoðun að Nobel hefði í raun unnið að friði alla ævi. Að minnsta kosti virðist hann hafa trúað því að líkurnar á styrjöldum myndu minnka eftir því sem vopnin yrðu hættulegri. Hann mun hafa sagt rithöfundi nokkrum: „Ef til vill munu verksmiðjur mínar vera fljótari til að binda enda á styrjaldir en löggjafarþing yðar. Á þeim degi, er tvennar herbúðir geta útrýmt hvor annarri á einni sekúndu, munu allar siðmenntaðar þjóðir sennilega hrylla við tilhugsuninni og leysa upp hersveitir sínar.“

Reyndist Nobel sannspár? Hvaða lærdóm má draga af þeirri öld sem liðin er frá dauða hans?

[Innskot á blaðsíðu 3]

„Mig langar til að finna upp efni eða vél sem býr yfir slíkum gereyðingarmætti að styrjaldir verði óhugsandi um alla eilífð.“ — ALFRED BERNHARD NOBEL

[Mynd credit line á blaðsíðu 3]

Bls. 2: Flugskeyti: U.S. Navy photo; húsarústir: UN PHOTO 158178/J. Isaac; bls. 3: Nobel: © Nobelstiftelsen