Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Átök trúar og vísinda

Átök trúar og vísinda

Átök trúar og vísinda

„Er kannski best að líta á trúarbrögðin sem huglægan smitsjúkdóm?“ — Richard Dawkins, líffræðingur.

TRÚ og vísindi eru stundum talin ósættanlegir fjendur. Sumir telja átökin svo mögnuð að annað geti ekki sigrað nema það gangi af hinu dauðu.

Í öðrum herbúðunum eru vísindamenn á borð við efnafræðinginn Peter Atkins sem álíta „óhugsandi“ að sætta trú og vísindi. Atkins segir það „auvirðandi fyrir vitsmuni okkar að telja Guð vera skýringu (nokkurs hlutar, að ekki sé nú talað um alls).“

Í hinum herbúðunum er trúarlega sinnað fólk sem ásakar vísindin um að hafa tortímt trúnni. Þetta fólk er þeirrar skoðunar að vísindin, eins og þau eru iðkuð núna, séu blekking ein; staðreyndirnar séu kannski réttar en þær séu mistúlkaðar þannig að þær grafi undan trú manna. Til dæmis segir líffræðingurinn William Provine að þróunarkenning Darwins hafi í för með sér að það sé „enginn algildur siðfræðigrundvöllur til og lífið hafi ekkert eiginlegt gildi.“

Þessi átök eru að sumu leyti sprottin af röngum eða ósannanlegum fullyrðingum úr herbúðum beggja. Trúarleiðtogar hafa um aldaraðir kennt goðsögulegar bábiljur og rangar trúarkenningar sem stangast bæði á við nútímavísindi og innblásna ritningu. Til dæmis fordæmdi rómversk kaþólska kirkjan Galíleó Galíleí er hann komst réttilega að þeirri niðurstöðu að jörðin gengi um sólu. Skoðanir Galíleós stönguðust alls ekki á við Biblíuna þó að þær gengju í berhögg við kenningar kirkjunnar á þeim tíma. Á hinn bóginn er það ámælisvert að vísindamenn skuli kenna sem staðreynd að lífið hafi þróast af lífvana efni, óháð Guði. Það er aðeins kenning og hún er bæði ósönnuð og ósannanleg. Þessir vísindamen gera gys að trúnni og segja hana óvísindalega.

Er þá nokkur leið til að sætta trúna og vísindin? Já, og vísindalegar staðreyndir og sönn trú stangast reyndar ekki á, heldur styðja hvort annað.

[Mynd á blaðsíðu 3]

Galíleó Galíleí kenndi vísindaleg sannindi en kirkjan vítti hann fyrir.