Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er friðarvonin að dvína?

Er friðarvonin að dvína?

Er friðarvonin að dvína?

„Okkur líður eins og við lifum . . . í miðjum hvirfilbyl, í hamförum sem eiga sér enga hliðstæðu.“ — Dagblaðið „La Repubblica,“ Róm.

EFTIR hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington, D.C., árið 2001 hafa fleiri en nokkru sinni fyrr farið að velta fyrir sér framtíð mannkyns. Ótal sinnum hafa myndbandsupptökurnar af því þegar tvíburaturnarnir hrynja til grunna og af skelfingu þeirra sem lifðu af verið sýndar í sjónvarpi. Þær hafa vakið óhug manna um allan heim. Samhliða þessum óhug er það áleitin hugsun að heimurinn hafi tekið sögulegri breytingu. Hefur hann gert það?

Styrjöld braust út í kjölfar 11. september 2001. Þjóðir, sem höfðu áður verið óvinir, tóku nú höndum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta hefur kostað ótal mannslíf og valdið mikilli eyðileggingu. En sú breyting, sem hefur kannski haft mestu áhrifin á fólk út um allan heim, er að margir hafa misst öryggiskenndina og finnst þeir hvergi vera raunverulega óhultir.

Leiðtogar heims standa nú frammi fyrir gríðarlegum vandamálum. Blaðamenn og fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að hryðjuverk breiðist út eins og eldur í sinu, þar sem þau virðast knúin áfram af fátækt og ofstæki — böli sem enginn virðist kunna ráð við. Óréttlæti er svo algengt í heiminum að allt virðist geta farið í bál og brand þá og þegar. Fólk úr öllum þjóðfélagshópum og stéttum veltir því fyrir sér hvort nokkurn tíma verði bundinn endi á vandamál samfélagsins. Munu styrjaldir einhvern tíma taka enda, með þeim hörmungum, þeirri eyðileggingu og því manntjóni sem þær valda?

Milljónir manna leita til kirkju- og trúfélaga í von um að fá svör við þessum spurningum. Aðrir eru hins vegar efins um að trúarleiðtogarnir kunni einhver ráð. Hvað með þig? Heldur þú að trúarleiðtogar geti svarað slíkum spurningum? Og geta þeir í raun stuðlað að friði með bænum sínum?