Hvernig fæst varanlegur friður?
Hvernig fæst varanlegur friður?
HVERS vegna hefur Guð ekki svarað bænum trúarleiðtoga veraldar um frið? Biblían gefur okkur athyglisvert svar. Það er ekki það að Guð vilji ekki frið — hann hefur mun sterkari löngun til að koma á friði en klerkarnir sem eru að biðja um frið. Hann hefur meira að segja gert ráðstafanir til að koma á heimsfriði. Hann hefur þegar stigið ákveðin skref í átt að því marki og komið ásetningi sínum skýrt á framfæri við mannkynið. En því miður hafa trúarbrögð heimsins að stórum hluta hunsað það sem Guð hefur sagt.
Fyrir löngu lofaði Guð að fram kæmi ákveðið ‚sæði‘ eða stjórnandi. Biblían dregur smám saman upp mynd af þessum stjórnanda og gefur jafnt og þétt meiri upplýsingar um hann. (1. Mósebók 3:15; 22:18; 49:10) Spámaðurinn Jesaja er þekktur fyrir einstæða messíasarspádóma og hann sagði að þessi stjórnandi yrði „Friðarhöfðingi“ jarðar og að undir stjórn hans myndi „friðurinn engan enda taka.“ (Jesaja 9:6, 7) Hann mun stjórna af himnum ofan og grípa í taumana til að eyða illskunni og breyta jörðinni í paradís þar sem ranglæti, sjúkdómar, fátækt og dauði verða ekki framar til. Menn munu lifa að eilífu og allir njóta friðar. (Sálmur 72:3, 7, 16; Jesaja 33:24; 35:5, 6; Daníel 2:44; Opinberunarbókin 21:4) Hvenær gerist þetta?
Heimsfriður á næsta leiti
Jesús sagði lærisveinunum að áður en þetta illa heimskerfi liði undir lok og nýtt samfélag manna liti dagsins ljós myndu hörmungar af ýmsu tagi dynja yfir heiminn á ákveðnu tímabili. (Matteus 24:3, 7-13) Hörmungar eins og styrjaldir, matvælaskortur og jarðskjálftar hafa brostið á annað slagið í aldanna rás. En þær hafa aldrei allar þjakað mannkynið á sama tíma í þeim mæli sem við sjáum núna. Og slíkar hörmungar valda mun meira tjóni en áður því að jörðin er þéttbyggðari.
Biblían var líka búin að spá því að mennirnir myndu vinna mikil náttúruspjöll. (Opinberunarbókin ) Áður en endirinn kæmi átti einnig að prédika ‚fagnaðarerindið um ríkið‘ og vara heimsbyggðina við því sem framundan væri. Núna eru Vottar Jehóva að sinna þessu verkefni út um allan heim. — 11:18Matteus 24:14.
Uppfylling þessara spádóma er fagnaðartíðindi fyrir trúfast mannkyn. Nýr heimur er á næsta leiti þar sem alger friður mun ríkja. Þá munu hatur og hryðjuverk hverfa fyrir fullt og allt. Biblían segir: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á Drottni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ — Jesaja 11:9.
Bænir sem Guð hlustar á
Það er alls ekki gagnslaust að biðja til Guðs og það er ekki innantóm helgiathöfn. Biblían segir að Jehóva ‚heyri bænir.‘ (Sálmur 65:3) Á hverri stundu er hann því að hlusta á óteljandi bænir einlægra manna á jörðinni. En verðum við að uppfylla einhverjar kröfur til að hann hlusti á bænir okkar? Biblían segir að hjartahreinir menn, sem læri sannleikann um Guð í Biblíunni, þurfi að verða ‚sannir tilbiðjendur‘ sem tilbiðja hann „í anda og sannleika.“ (Jóhannes 4:23) Hann svarar ekki bænum þeirra sem fara ekki að vilja hans: „Sá sem snýr eyra sínu frá til þess að heyra ekki [lögmál Guðs], — jafnvel bæn hans er andstyggð.“ — Orðskviðirnir 28:9.
Því miður eru margir trúarleiðtogar nú á dögum sem hvorki kenna að tilgangur Guðs með jörðina nái fram að ganga né biðja þess í bænum sínum. Þeir biðja þess öllu heldur að stjórnir manna komi á friði þó svo að orð Guðs segi skýrt að það sé ekki einu sinni „á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.“ — Jeremía 10:23.
Því var spáð að „á hinum síðustu dögum“ okkar tíma myndu friðelskandi menn streyma upp á táknrænt „fjall það, er hús Drottins stendur á“ — það er að segja til sannrar tilbeiðslu. Þetta fólk myndi gera miklar breytingar í lífi sínu og „smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ — Jesaja 2:2-4.
Er einhver hópur guðsdýrkenda nú á dögum sem reynir að lifa í samræmi við þessi orð? Eða tala öll trúarbrögð aðeins um frið en ýta síðan undir styrjaldir? Í næsta skipti sem þú hittir votta Jehóva hvetjum við þig til að ræða þessi mál við þá og fá að vita hvaða trúarbrögð kenna fólki að eiga frið við alla menn.