Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vakti hrifningu stjörnufræðikennara

Vakti hrifningu stjörnufræðikennara

Vakti hrifningu stjörnufræðikennara

Hvað vakti hrifningu hans? Bókin Er til skapari sem er annt um okkur? Kennari frá Novo-Sakmarsk í Rússlandi skrifaði deildarskrifstofunni þar í landi, bað um meiri upplýsingar og sagði:

„Fyrir nokkrum dögum hitti ég gamla vinkonu og fór heim til hennar. Þar sá ég mjög athyglisverða og aðlaðandi bók. Titillinn vakti áhuga minn — Er til skapari sem er annt um okkur? — en myndin á kápunni vakti enn meiri áhuga. Ég kenni eðlis- og stjörnufræði. Þegar ég skoðaði bókina hreifst ég af þeim miklu upplýsingum sem er að finna í henni. Fjölskylda mín hefur ekki talað um trúmál í þrjár kynslóðir. Langamma mín var trúuð en amma var kommúnisti og þeir (kommúnistar) trúðu ekki á skapara.

Þar sem ég er stjörnufræðikennari ber mér að segja börnum frá hinum ólíku tilgátum um uppruna alheimsins. Ég las alla bókina og ákvað síðan að skrifa ykkur bréf með heimilisfanginu mínu. . . . Ég fékk meira að segja lánaða biblíu svo að ég gæti lesið ritningarstaðina strax.

Ég þakka ykkur innilega fyrir þessa bók! Kannski kemur þetta bréf frekar seint því að bókin var gefin út árið 1998 en ég vona samt að ég geti enn þá fengið upplýsingar hjá ykkur.“

Þú getur einnig fengið eintak af þessari 192 blaðsíðna bók með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.

□ Vinsamlegast sendið mér eintak af bókinni Er til skapari sem er annt um okkur?

□ Ég óska eftir upplýsingum um ókeypis biblíunám.

[Mynd credit line á blaðsíðu 32]

J. Hester og P. Scowen (AZ State Univ.), NASA