Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Góðar leiðbeiningar fyrir ungt fólk

Góðar leiðbeiningar fyrir ungt fólk

Góðar leiðbeiningar fyrir ungt fólk

Þegar Bill, sem er vottur Jehóva, var að bjóða tímarit nálægt dómshúsi í Kaliforníu, kom til hans maður og bað um að fá að sjá öll tölublöð af tímaritinu Vaknið! sem hann hafði meðferðis. Bill segir svo frá: „Nokkrir í söfnuðinum höfðu gefið mér eldri tölublöð þannig að ég hafði mikið úrval til að sýna manninum.

Maðurinn flokkaði blöðin í flýti og bjó til bunka með þeim sem hann hafði ekki enn lesið. Hann spurði hvort hann mætti eiga blaðabunkann. Hann sagðist vinna hjá héraðsdómi og sjá um að veita ungu fólki, sem eigi í erfiðleikum, ráðgjöf. Hann útskýrði að hann yrði sér úti um tímaritið Vaknið! til að ljósrita ‚Ungt fólk spyr‘ greinarnar. Síðan flokkaði hann þær niður eftir viðfangsefni og hefði þær til taks til að gefa unga fólkinu sem fær ráðgjöf hjá honum. Maðurinn sagði: ‚Greinarnar fjalla einmitt um dæmigerð vandamál sem þjaka unglinga nú á dögum.‘ Hann hrósaði Vottum Jehóva fyrir að gefa út svona gott efni til hjálpar ungu fólki. Hann bætti við að hann myndi litast um eftir mér á næstu vikum og fá hjá mér fleiri ný eintök af tímaritinu Vaknið!“

Stór hluti þeirra upplýsinga, sem birtast í greinaröðinni „Ungt fólk spyr“, er að finna í bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga. Þú getur fengið eintak af þessari 320 blaðsíðna bók með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.

□ Vinsamlegast sendið mér eintak af bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga.

□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.