‚Blað sem á að melta‘
‚Blað sem á að melta‘
DAVÍÐ er laganemi við Obafemi Awolowo-háskólann í Nígeríu. Hann skrifaði nýlega deildarskrifstofu Votta Jehóva á staðnum: „Ég læt virtan lagaprófessor í háskólanum hafa Vaknið! reglulega. Dag einn sagði þessi sjötugi prófessor við gest á skrifstofu sinni eftir að hann hafði fengið nýjustu blöðin: ‚Sumar bækur á að smakka, sumar á að gleypa og fáeinar á að tyggja og melta. Vaknið! er blað sem á að tyggja og melta.‘ “
Síðar þegar Davíð var nýfarinn af skrifstofu hans heyrði hann prófessorinn mæla með Vaknið! við annan gest. „Hann sagði að það væri hrósvert hve mikil rannsóknarvinna væri lögð í Vaknið! og að blaðið kæmi efninu á framfæri á öfgalausan en beinskeyttan hátt. Ég heyrði hann segja: ‚Ég les blöðin mjög vel. Það hlýtur að vera Guð sem veitir rithöfundunum visku til að skrifa svona frábærar greinar.‘ “
Vaknið! er fræðandi rit sem fjallar um ýmis málefni. Enn fremur styrkir það traust okkar á loforð skaparans um að friðsæll nýr heimur komi í stað núverandi heimskerfis. Bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? (32 blaðsíður) leggur áherslu á þetta loforð Guðs. Þar kemur líka fram hvað Biblían segir að við þurfum að gera til að öðlast velþóknun hans. Þú getur fengið eintak af bæklingnum með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér eintak af bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur?
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.