Hvernig get ég sigrast á fullkomnunaráráttunni?
Ungt fólk spyr . . .
Hvernig get ég sigrast á fullkomnunaráráttunni?
„Fullkomnunaráráttan er eiginlega farin að stjórna lífi mínu.“ — Klara.
FULLKOMNUNARÁRÁTTA — sú trú að maður verði að gera allt fullkomlega — hrjáir marga unglinga.
Bókin Perfectionism — What’s Bad About Being Too Good? segir: „Það er mikill munur á þeirri heilbrigðu afstöðu að vilja ná góðum árangri og þeirri óheilbrigðu afstöðu að vilja framkvæma hið ómögulega. Þeir sem leggja sig fram um að ná góðum árangri vilja oft hafa allt skipulagt og í röð og reglu. Þeir gera oft miklar kröfur til sjálfra sín en sætta sig samt við mistök sín og takast á við þau með jákvæðu hugarfari. . . . En þeir sem eru haldnir fullkomnunaráráttu hafa sífelldar áhyggjur af því að gera mistök. Þeir gera gífurlegar kröfur til sjálfra sín.“
Á þessi lýsing vel við þig? Þér gætu fallist hendur ef þú gerir svo miklar kröfur til þín að þú getir ekki uppfyllt þær. Þú forðast kannski að taka þér eitthvað nýtt fyrir hendur. Hugsanlega hefurðu tilhneigingu til að fresta mikilvægum málum vegna þess að þú óttast að gera mistök. Þú gætir jafnvel átt það til að hafna þeim sem standast ekki kröfur þínar og setið svo uppi vinalaus.
Ef þetta á að einhverju leyti við um þig skaltu hugsa um það sem Biblían segir í Prédikaranum 7:16: „Ver þú ekki of réttlátur og sýn þig ekki frábærlega vitran — hví vilt þú tortíma sjálfum þér?“ Já, það er hægt að ,tortíma‘ sjálfum sér með fullkomnunaráráttu. Hún hefur meira að segja verið tengd við lífshættulegar átraskanir eins og lystarstol og lotugræðgi. *
En þú spyrð kannski: ‚Hvernig get ég sigrast á fullkomnunaráráttunni?‘ Það getur verið erfitt að breyta hugarfari sínu hvað þetta varðar. En það er hægt með hjálp Guðs. Athugum því hvernig Guð lítur á fullkomnunaráráttu.
Er fullkomleiki raunhæft markmið?
Getur þú verið algerlega fullkominn? Ekki samkvæmt því sem Biblían segir: „Ekki er neinn réttlátur, ekki einn. . . . Allir eru þeir fallnir frá, allir saman ófærir orðnir.“ Rómverjabréfið 3:10-12) Finnst þér þetta ekki umhugsunarvert? Við sjáum af þessu að það er vonlaust að ætla sér að vera algerlega fullkomin.
(Páll postuli var til dæmis mjög andlegur maður en gat samt ekki þjónað Guði án þess að gera mistök. Hann játaði: „Þannig reynist mér það þá regla fyrir mig, sem vil gjöra hið góða, að hið illa er mér tamast. Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.“ (Rómverjabréfið 7:21-23) Páll gat aðeins verið trúfastur kristinn maður með hjálp Guðs.
Sem betur fer ætlast Guð ekki til þess að við séum algerlega fullkomin. „Hann þekkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold.“ (Sálmur 103:14) Það verður ekki fyrr en í nýjum heimi Guðs að við mennirnir verðum fullkomnir.
Endurskoðaðu væntingarnar
Fram að þeim tíma er óraunhæft að halda að maður geti verið algerlega fullkominn. Þú mátt því búast við að gera stundum mistök. (Rómverjabréfið 3:23) Við gerum okkur jafnvel ekki alltaf grein fyrir mistökunum. Sálmur 19:13 segir: „Enginn tekur eftir eigin mistökum.“ (Today’s English Version) Unglingur, sem heitir Matthías, orðar þetta svona: „Maður er ekki fullkominn — enginn á jörðinni er það. Ef maður krefst fullkomleika af sjálfum sér verður maður aldrei ánægður. . . . Það er hvorki raunhæft né mögulegt.“
Væri þá ekki viturlegt að endurskoða sumar væntingar þínar? Þrælarðu þér út til að verða bestur á ákveðnu sviði? Biblían bendir á að slíkt strit geti verið „hégómi og eftirsókn eftir vindi“. (Prédikarinn 4:4) Staðreyndin er sú að fáum tekst að verða bestir á ákveðnu sviði. Og þegar einhverjum tekst það er það venjulega aðeins spurning um tíma hvenær einhver annar verður betri.
Páll postuli ráðlagði okkur: „Ég [segi] yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi.“ (Rómverjabréfið 12:3) Vertu raunsær og endurskoðaðu væntingar þínar í samræmi við hæfileika þína og takmarkanir. Reyndu að ná góðum árangri en reyndu ekki að vera fullkominn. Settu þér ákveðin en viðráðanleg markmið.
Páll hvatti Tímóteus til að verða ‚verkamaður sem ekki þyrfti að skammast sín og færi 2. Tímóteusarbréf 2:15) Já, Páll hvatti hann til þess að keppa eftir góðum árangri en ekki fullkomleika. Settu þér því raunhæf markmið. Og ef þú ert ekki viss hvað sé raunhæft markmið skaltu spyrja foreldra þína eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir.
rétt með orð sannleikans‘. (Sumir mæla jafnvel með því að gera eitthvað sem maður er ekki góður í, eins og að stunda nýja íþrótt eða læra á hljóðfæri. Að vísu gerir þú örugglega fullt af mistökum þegar þú tekur þér eitthvað nýtt fyrir hendur. En það þarf ekki endilega að vera svo slæmt. Hugsanlega gerirðu þér þá betur grein fyrir því að mistök eru bara hluti af því að læra.
Hvort sem þú skrifar skólaritgerð, æfir píanótónverk eða hvað sem þú gerir skaltu hugsa um ráð Páls postula: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum.“ (Rómverjabréfið 12:11) Já, frestaðu ekki hlutunum bara vegna þess að þú óttast að gera mistök.
Unglingsstúlka nokkur hafði vanið sig á að draga það að skila skólaverkefnunum. Hún afsakaði sig með því að segjast vera að „skipuleggja sig“. Þótt skipulagning sé í sjálfu sér góð má hún ekki vera afsökun fyrir því að slá hlutunum á frest. Þessi stúlka gerði sér síðar grein fyrir að „þegar maður þarf að velja á milli þess að skila ritgerð, sem maður er ekki alveg ánægður með, eða skila henni alls ekki, er alltaf betra að skila henni“.
Hrintu skaðlegum hugsunum frá þér
Það er ekki alltaf auðvelt að sætta sig við að ná ekki að leysa verkefnin fullkomlega af hendi. Hugurinn er kannski fullur af neikvæðum og gagnrýnum hugsunum. Hvað er hægt að gera við því? Staðreyndin er sú að það er bæði slæmt og skaðlegt að hugsa neikvætt. Leggðu þig því meðvitað fram um að hrinda óraunhæfum hugsunum frá þér. Hlæðu að mistökum þínum. „Að hlæja hefir sinn tíma,“ segir Biblían. (Prédikarinn 3:4) Mundu líka að Jehóva hefur ekki velþóknun á að þú talir illa um fólk — jafnvel um sjálfan þig. — Efesusbréfið 4:31.
Í staðinn fyrir að vera stöðugt að ásaka sjálfan þig skaltu fara eftir því sem stendur í Orðskviðunum 11:17: „Kærleiksríkur maður gjörir sálu sinni gott, en hinn grimmi kvelur sitt eigið hold.“ Veltu eftirfarandi spurningu aðeins fyrir þér: Er auðvelt að eignast vini þegar maður gerir of miklar kröfur til sín og annarra? Líklega svararðu neitandi. Kannski hefurðu jafnvel hafnað fólki vegna þess að það var ekki fullkomið. En hvað geturðu þá gert?
Farðu eftir ráði Biblíunnar: „Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum.“ (Kólossubréfið 3:13) Já, ef þú gerir sanngjarnari kröfur til annarra áttu auðveldara með að eignast góða vini.
‚En hvers vegna myndi fólk reyna að forðast mig vegna fullkomnunaráráttunnar?‘ hugsarðu kannski. Hugsaðu um áhrifin sem það hefur á aðra þegar þú segir þeim hvaða kröfur þú gerir til sjálfs þín. Bókin When Perfect Isn’t Good Enough segir: „Ef þú ert síkvartandi í hvert sinn sem þú færð lægra en 9 í einkunn gætirðu verið að móðga vini þína sem eru að reyna að ná 6 eða 7.“ Leggðu þig því fram um að vera jákvæður og ekki of upptekinn af sjálfum þér. Þá finnst öðrum miklu ánægjulegra að umgangast þig.
Ung stúlka, sem heitir Klara, segir einfaldlega: „Ég þarf eiginlega að segja fullkomnunaráráttunni að láta mig í friði.“ Hvernig geturðu gert það? Hugsaðu um hvernig Guð lítur á málin. Ef þú átt samt erfitt með að hafa stjórn á hugsunum þínum skaltu tala við foreldra þína eða þroskaðan einstakling í söfnuðinum. Leitaðu til Guðs í bæn og biddu hann að hjálpa þér að breyta hugarfari þínu. Bænin getur verið mjög gagnleg í baráttunni við fullkomnunaráráttuna. — Sálmur 55:23; Filippíbréfið 4:6, 7.
Hafðu alltaf hugfast að Jehóva krefst þess ekki að við séum fullkomin heldur aðeins að við séum trúföst. (1. Korintubréf 4:2) Ef þú leggur þig allan fram um að vera trúfastur geturðu verið ánægður með sjálfan þig — jafnvel þótt þú sért ekki fullkominn.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 Sjá greinina „Hvers vegna finnst mér ég þurfa að vera fullkominn?“ í Vaknið! október-desember 2003.
[Mynd á blaðsíðu 15]
Ótti við að mistakast getur verið lamandi.
[Mynd á blaðsíðu 16]
Að læra eitthvað nýtt getur hjálpað þér að sætta þig við mistök þín.