Veitir Guð okkur algert frelsi í kynferðismálum?
Sjónarmið Biblíunnar
Veitir Guð okkur algert frelsi í kynferðismálum?
„HVENÆR veit ég hver kynhneigð mín er?“ Þessa spurningu sendi 13 ára stúlka til ráðgjafarvefs fyrir unglinga. Spurning hennar endurómar viðhorf margra sem finnst að fólki sé frjálst að velja sér hvaða lífsstíl sem því sýnist í kynferðismálum.
Sumir eru kannski ráðvilltir varðandi kynhneigð sína. Aðrir velja sér samkynhneigðan lífsstíl og fara ekki dult með það. Enn aðrir blygðast sín ekki fyrir að haga sér og klæða sig eins og hitt kynið. Einstaka maður fer í kynskiptaaðgerð. Og þeir eru jafnvel til sem finnst að það ætti að leyfa fullorðnum að hafa kynmök við börn.
Er kynhegðun og kynferði spurning um val hvers og eins? Hvað hefur orð Guðs að segja um málið?
„Hann skapaði þau karl og konu“
Samkvæmt 1. Mósebók var það Guð sem skapaði karl og konu ólík. Frásagan segir: „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, . . . hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: ,Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna.‘ “ — 1. Mósebók 1:27, 28.
Guð áskapaði manninum frjálsan vilja og gaf honum tækifæri til að nota frelsi sitt. (Sálmur 115:16) Honum var falin sú ábyrgð að hafa umsjón með öllum öðrum lifandi verum á jörðinni og var jafnvel leyft að gefa þeim viðeigandi nöfn. (1. Mósebók 2:19) En um kynhneigð mannsins setti Guð ákveðnar viðmiðunarreglur. — 1. Mósebók 2:24.
Vegna óhlýðni Adams höfum við öll fengið ófullkomleikann í arf. Þess vegna eigum við í baráttu við holdlega veikleika og sterkar langanir sem stinga í stúf við upphaflegan tilgang Guðs. Guð tiltók því í lögunum, sem hann gaf Móse, að ákveðin kynhegðun væri andstyggileg í augum hans. Þar á meðal var saurlifnaður, sifjaspell, mök við manneskju af sama kyni og kynmök við dýr. (3. Mósebók 18:6-23) Guð bannaði mönnum líka að látast vera af gagnstæðu kyni í siðlausum tilgangi. (5. Mósebók 22:5) Biblían kennir staðfastlega að Guð samþykki aðeins kynmök karls og konu innan vébanda hjónabandsins. (1. Mósebók 20:1-5, 14; 39:7-9; Orðskviðirnir 5:15-19; Hebreabréfið 13:4) Eru þetta sanngjarnar siðferðisreglur?
Er það okkar að velja?
Biblían líkir stöðu mannsins frammi fyrir skapara sínum við leir í höndum leirkerasmiðs. Hún segir: „Hver ert þú, maður, að Rómverjabréfið 9:20) Guð gerði manninn þannig úr garði að það er eðlilegt að karl og kona dragist kynferðislega hvort að öðru. Því er óeðlilegt að hafa kynferðislegar langanir til einhvers af sama kyni, til dýrs eða barns. — Rómverjabréfið 1:26, 27, 32.
þú skulir deila á Guð? Hvort mundi smíðisgripurinn segja við smiðinn: ,Hví gjörðir þú mig svona?‘ “ (Þeir sem fylgja slíkum óeðlilegum kynhneigðum eru þess vegna að deila við Guð. Biblían aðvarar: „Vei þeim, sem þráttar við skapara sinn, sjálfur leirbrot innan um önnur leirbrot jarðar! Hvort má leirinn segja við leirmyndarann: ,Hvað getur þú?‘ “ (Jesaja 45:9) Það er auðvitað skynsamlegt af skapara mannsins að gefa honum leiðsögn í kynferðismálum. Og er ekki líka skynsamlegt af mönnum að fylgja leiðsögn hans?
Að ná valdi á líkama sínum
Biblíuritarinn Páll gaf kristnum mönnum eftirfarandi leiðbeiningar um kynferðismál: „Sérhver yðar hafi vit á að halda líkama sínum í helgun og heiðri, en ekki í losta.“ (1. Þessaloníkubréf 4:4, 5) Að „halda líkama sínum í helgun og heiðri“ merkir að láta hugsanir sínar og langanir samræmast siðferðislögum Guðs.
Þetta getur að vísu verið erfitt. Sumir hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, komist í tæri við klám á unga aldri eða átt foreldra eða aðra forráðamenn sem gáfu brenglaða mynd af kynhlutverki karla og kvenna. Það er skiljanlegt að slíkir einstaklingar geti átt í erfiðleikum. Erfðir, hormónar og sálfræðilegir þættir geta líka átt sinn þátt í brenglaðri kynhneigð. En það er hughreystandi að vita að skapari okkar getur veitt þeim hjálp og stuðning sem á þurfa að halda. — Sálmur 33:20; Hebreabréfið 4:16.
Leyfðu leirkerasmiðnum mikla að móta þig
Leirkerasmiður byrjar á því að setja leir á mitt leirkerahjólið áður en hann getur hafist handa við að móta hann. Þegar hjólið svo snýst fer hann mildum höndum um leirinn og mótar hann í æskilegt form. Áður en Guð getur mótað okkur í æskilega einstaklinga verðum við fyrst að leyfa lögum hans og meginreglum, sem aldrei fyrnast, að vera ráðandi afl í lífi okkar. Ef við leggjum okkur síðan fram mótar Guð okkur mildilega með Biblíunni, heilögum anda og kristna bræðrafélaginu. Það er þá sem við förum að skynja og upplifa umhyggju Guðs.
Við verðum auðvitað að læra að treysta á visku skaparans, að vera sannfærð um að hann viti hvað er okkur fyrir bestu. Við byggjum upp þess konar traust með bæn og einlægu námi í Biblíunni. Og sá sem tekst á við óviðeigandi kynferðislanganir með slíku hugarfari verður auðmótaður í höndum skaparans. Fyrra Pétursbréf 5:6, 7 segir: „Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“
Með reglulegum biblíulestri kynnumst við ótalmörgum trúföstum þjónum Guðs sem börðust við holdlegar langanir en gáfust aldrei upp fyrir þeim. Þessi dæmi eru einkar uppörvandi. Við skynjum hve vonsvikinn Rómverjabréfið 7:24, 25.
Páll postuli var með sjálfan sig þegar hann skrifaði: „Ég aumur maður! Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?“ En hann vísaði okkur líka á bestu hjálpina þegar hann svaraði spurningu sinni: „Ég þakka Guði fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.“ —Afl til breytingar
Við getum einnig notfært okkur heilagan anda Guðs. Hann er sterkt afl og getur hjálpað okkur að breyta okkur. Heilagur andi gerir okkur kleift „að hætta hinni fyrri breytni“ og „íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans “. (Efesusbréfið 4:22-24) Faðir okkar á himnum er kærleiksríkur og bænheyrir alltaf þá sem biðja um hjálp heilags anda til að breyta sér. Jesús fullvissar okkur um að faðirinn ,gefi þeim heilagan anda sem biðja hann‘. (Lúkas 11:13) En við verðum að vera þolgóð í bæninni eins og Jesús gaf til kynna er hann sagði: „Haldið áfram að biðja og ykkur verður gefið.“ (Matteus 7:7, NW ) Og þetta á sérstaklega við þegar við reynum að ná stjórn á sterkum kynferðislöngunum.
Guð notar einnig hið kristna bræðrafélag til að styðja við bakið á okkur, og þar er fólk af ýmsum uppruna. Kristnir menn í Korintusöfnuðinum á fyrstu öldinni höfðu sumir hverjir verið „kynvillingar“ og stundað ýmsar óeðlilegar kynlífsathafnir. En þeir breyttu sér. Blóð Krists hreinsaði þá og þeir urðu velþóknanlegir í augum Guðs. (1. Korintubréf 6:9-11) Sumir þurfa að gera álíka breytingar nú á dögum. Og kristni söfnuðurinn getur verið þeim stoð og stytta í baráttunni við rangar langanir.
Er þar með sagt að fólk læknist sjálfkrafa af öllum afbrigðilegum hvötum eða kynjaruglingi þegar það gerist kristið? Svo þarf ekki að vera. Sumir hafa getað lifað eðlilegu lífi með því að beita meginreglum Biblíunnar staðfastlega. En oftar en ekki hafa þessir kristnu menn þurft að heyja daglega baráttu við rangar hvatir. Þeir þjóna Guði þrátt fyrir táknrænan ,flein í holdinu‘. (2. Korintubréf 12:7) Svo lengi sem þeir halda áfram að berjast gegn röngum tilhneigingum og gera rétt lítur Guð á þá sem trúfasta og hreina þjóna. Þeir geta horft fram til þess tíma þegar allt mannkynið ,verður leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna‘. — Rómverjabréfið 8:21.
Þangað til verða allir sem vilja þóknast Guði að fylgja réttlátum siðferðisreglum hans staðfastlega. Sannkristnir menn velja að þjóna Guði í stað þess að fylgja eigingjörnum tilhneigingum sínum. Þeim sem sýna þá auðmýkt að lúta vilja Guðs á öllum sviðum lífsins verður umbunað með gleði og hamingju um ókomna framtíð. — Sálmur 128:1; Jóhannes 17:3.
[Mynd á blaðsíðu 29]
Biblíunám hjálpar okkur að temja okkur háleitt siðferði.
[Rammi á blaðsíðu 27]
Guð gaf ákveðnar viðmiðunarreglur um kynhneigð.
[Rammi á blaðsíðu 28]
Kristnir menn í Korintusöfnuðinum á fyrstu öld höfðu sumir hverjir verið „kynvillingar“ og stundað ýmsar óeðlilegar kynlífsathafnir. En þeir breyttu sér.