Hvernig geturðu þekkt Guð með nafni?
Hvernig geturðu þekkt Guð með nafni?
DÁLKAHÖFUNDUR fékk eftirfarandi bréf frá lesanda: „Alla ævi hef ég glímt við þessa spurningu og ég vona að þú getir svarað henni. Hvað heitir Guð? Gyðingar segja að hið raunverulega nafn hafi glatast í aldanna rás. Kristnir menn kalla hann Jesú. Múslimar kalla hann Allah. . . . Hvað heitir Guð eiginlega?“ Dagblaðið birti spurninguna ásamt þessu svari: „Samkvæmt forn-hebreskum kenningum er Guð alvaldur og getur því ekki rúmast í einu nafni. En ég fullvissa þig um að hann (eða hún) svarar hvaða nafni sem þú notar með virðingu.“
Slík léttúð gagnvart nafni Guðs er algeng nú á dögum. Margir sem trúa á Biblíuna láta sér nafn Guðs litlu máli skipta þótt trúhneigðir séu. En hvað finnst Guði? Er það honum eins lítilvægt?
Ekki lítilvægt
Hafðu í huga þá staðreynd að nafn Guðs, Jehóva, kemur mörg þúsund sinnum fyrir í Biblíunni. Í Nýheimsþýðingu Heilagrar ritningar stendur það 7210 sinnum. * Það var Guð sjálfur sem innblés biblíuriturunum að nota nafn sitt svo oft. Einn þeirra, sálmaskáldið Asaf, skrifaði: „Þú einn heitir Jahve, hinn hæsti yfir allri jörðunni.“ (Sálmur 83:19, Biblían 1908) Davíð skrifaði einnig í einum af sálmunum: „Vér [stærum oss] af nafni Jahve, Guðs vors.“ — Sálmur 20:8, Biblían 1908.
Af Biblíunni má sjá að Jehóva Guð skoðar hjartalag okkar til að komast að því hvaða tilfinningar við berum til nafns hans. Sálmaritarinn sagði: „Ef vér hefðum gleymt nafni Guðs vors, . . . mundi Guð eigi verða þess áskynja, hann sem þekkir leyndarmál hjartans?“ (Sálmur 44:21, 22) Jesaja spámaður skrifaði: „Lofið Jahve, ákallið nafn hans, gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna, hafið í minnum, að háleitt er nafn hans.“ — Jesaja 12:4, Biblían 1908.
Jeremía 16:21, Biblían 1908) Við annað tækifæri sagði hann: „Eg mun helga mitt hið mikla nafn, sem vanhelgað var meðal þjóðanna, . . . til þess að þjóðirnar viðurkenni, að eg er Jahve.“ (Esekíel 36:23, Biblían 1908) Sumar þessara yfirlýsinga eiga við þann tíma er Jehóva lætur reiði sína koma niður á þeim sem óvirða nafn hans. Já, Jehóva álítur nafn sitt ekki lítilvægt.
Guð sagði sjálfur: „Þeir skulu viðurkenna, að nafn mitt er Jahve.“ (Jehóva Guð er ekki langt frá þér
Hvernig geturðu þekkt Guð með nafni? Hvað merkir það að þekkja hann með nafni? Biblían svarar: „Þeir er þekkja nafn þitt, treysta þér.“ (Sálmur 9:11) Það er augljóslega meira fólgið í því að þekkja nafn Guðs en aðeins að vita hvað hann heitir. Maður verður að treysta honum. Það merkir að kynnast því hvers konar Guð hann er og að læra um eiginleika hans og hvernig hann hugsar. Þá geturðu ekki annað en treyst honum.
Til að fá innsýn inn í það hvers konar Guð Jehóva er þurfum við að lesa og nema Biblíuna samviskusamlega. Hann lofar að vernda þá sem elska hann og nafn hans og segir um þá: „Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.“ — Sálmur 91:14-16.
Jehóva Guð á sannarlega einstakt samband við þá sem þekkja hann með nafni. Þú getur líka átt slíkt samband við hann. Þegar þú nálgast hann í innilegri bæn skaltu aldrei hika við að ákalla hann með nafni. Hann mun svara þér því að Biblían segir: „Eigi er hann langt frá neinum af oss.“ — Postulasagan 17:27.
[Rammi/mynd á blaðsíðu 11]
Guð þekkir þig með nafni
Guð sagði við Móse: „Ég þekki þig með nafni.“ (2. Mósebók 33:12) Hin þekkta frásaga af brennandi runnanum staðfestir þetta. Biblían segir að Guð hafi kallað til hans úr þyrnirunnanum og sagt: „Móse, Móse!“ (2. Mósebók 3:4) Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem Guð ávarpaði fólk með nafni. Skaparinn hefur greinilega áhuga á hverju og einu okkar.
Biblían segir að Guð þekki hina mörgu milljarða stjarna með nafni. (Jesaja 40:26) Hve miklu fremur hlýtur hann ekki að hafa áhuga á mennskum tilbiðjendum sínum. Páll postuli skrifaði að Jehóva þekki sína. (2. Tímóteusarbréf 2:19) Þetta gefur mun meira í skyn en aðeins að muna nöfn manna. Guð þekkir tilbiðjendur sína náið. Við ættum líka að þekkja Guð með nafni og afla okkur nákvæmrar þekkingar á eiginleikum hans.
Í síðustu bók Biblíunnar er lýst táknrænni bók þar sem Guð skrifar niður nöfn allra sem hafa tilbeðið hann í aldanna rás. Hún er kölluð „lífsins bók“ vegna þess að Jehóva Guð mun veita þeim eilíft líf sem eiga nöfn sín skráð í henni. (Opinberunarbókin 17:8) Þeir sem þekkja Guð með nafni eiga bjarta framtíð fyrir höndum.
[Rammi/mynd á blaðsíðu 12]
Þeir kunngerðu nafn Guðs
● Stuttu áður en Ísraelsmenn gengu inn í fyrirheitna landið söng Móse: „Eg vil kunngjöra nafn Jahve.“ — 5. Mósebók 32:3. *
● Davíð sagði við risann Golíat: „Eg kem á móti þér í nafni Jahve hersveitanna.“ — 1. Samúelsbók 17:45. *
● Eftir að Job hafði misst allar eigur sínar og öll börn sín með sviplegum hætti sagði hann: „Lofað veri nafn Jahve.“ — Jobsbók 1:21. *
● Spámaðurinn Jóel sagði: „Hver, sem ákallar nafn Jahve, mun frelsast.“ — Jóel 3:5. *
● Spámaðurinn Jesaja sagði: „Lofið Jahve, ákallið nafn hans, . . . hafið í minnum, að háleitt er nafn hans.“ — Jesaja 12:4. *
● Jesús Kristur sagði þegar hann kenndi lærisveinum sínum að biðja: „En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ — Matteus 6:9, 10.
● Jesús Kristur sagði í bæn til Guðs: „Ég hef opinberað nafn þitt.“ — Jóhannes 17:6.
● Guð talar til fólks síns: „Eg er Jahve; það er nafn mitt; og dýrð mína gef eg eigi öðrum.“ — Jesaja 42:8. *
[Neðanmáls]
^ gr. 5 Nýheimsþýðing Heilagrar ritningar, gefin út af Vottum Jehóva, er biblíuþýðing þar sem nútímamál er notað í stað hins forna máls eldri þýðinga. Helsta einkenni hennar er að nafn Guðs hefur endurheimt sinn rétta sess í biblíutextanum. Þegar þetta er skrifað hefur hún komið út, að hluta eða í heild, á 45 tungumálum í 122 milljónum eintaka.
^ gr. 19 Biblían 1908.
^ gr. 20 Biblían 1908.
^ gr. 21 Biblían 1908.
^ gr. 22 Biblían 1908.
^ gr. 23 Biblían 1908.
^ gr. 26 Biblían 1908.