Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Að dafna þrátt fyrir mótlæti

Að dafna þrátt fyrir mótlæti

Að dafna þrátt fyrir mótlæti

Við lifum á mjög erfiðum tímum eins og Biblían spáði. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Erfiðleikar í fjölskyldunni, heilsuvandamál og fjárhagsáhyggjur geta lagst á okkur svo dæmi séu nefnd. Stundum finnst okkur við kannski vera komin í þrot. En við getum dafnað þrátt fyrir mótlæti. Íhugum eftirfarandi samlíkingu.

Blóm nokkurt innan fjóluættar vex í um það bil 3700 metra hæð á eynni Tenerife í Kanaríeyjaklasanum. Blómið er kennt við eldfjallið Pico de Teide sem rís tignarlega á þessari suðrænu eyju. Efri hlíðar fjallsins virðast alveg gróðursnauðar. En á vorin myndast nægt vatn frá bráðnandi snjónum til að þessi lífseiga fjóla vakni til lífsins og prýði hlíðarnar fjólubláum blómsveig. Já, hún er kannski veikburða og viðkvæm að sjá en tekst að lifa og dafna þrátt fyrir ófrjótt og hrjóstrugt umhverfi.

Þú getur líka dafnað þrátt fyrir mótlæti, eins og þessi viðkvæma fjóla. Biblían hefur hjálpað mörgum vottum Jehóva til þess jafnvel á verstu tímum. Til dæmis spjöruðu þeir sig vel í fangabúðum nasista. Sænski blaðamaðurinn Björn Hallström segir: „Þeir sættu verri meðferð en nokkur annar hópur en samt komust þeir betur af en aðrir vegna trúar sinnar á Guð.“

Biblían getur hjálpað þér að dafna þrátt fyrir mótlæti, óháð aðstæðum þínum. Til að fá ókeypis biblíunámskeið geturðu haft samband við Votta Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 533 1660.