Þau komust að raun um að Guð elskar þau
Þau komust að raun um að Guð elskar þau
Sumir efast um að nokkur, jafnvel Guð, geti elskað þá. Bókin Nálægðu þig Jehóva sýnir fram á hið gagnstæða. Margir hafa skrifað til að þakka fyrir bókina. „Mér finnst ótrúlegt að honum skuli þykja svona vænt um mig þrátt fyrir alla mína galla,“ skrifaði kona í Illinois í Bandaríkjunum.
Hún heldur áfram: „Ég grét af gleði þegar ég las orðin [á bls. 117]: ‚Eins og réttsýnn og réttlátur faðir sýnir hann jarðneskum börnum sínum umhyggju og samúð, enda þarfnast þau hjálpar hans og fyrirgefningar, en hann stendur jafnframt fastur á því sem er rétt.‘ “
Maður í Kaliforníu skrifaði: „Þakka ykkur kærlega fyrir að sýna mér fram á að Jehóva þykir virkilega vænt um mig. Ég er ekki bara eitthvert númer á blaði.“ Kona frá New Hampshire sagði: „Stundum get ég ekki lagt bókina frá mér.“ Hún bætti við: „Ég hef átt erfitt með að trúa því í alvöru að Jehóva geti elskað mig.“ Bókin var því einmitt það sem hún þurfti á að halda.
Þú getur líka notið góðs af því að lesa þessa bók. Eftir fyrstu þrjá kaflana skiptist bókin í fjóra hluta sem nefnast „Voldugur að afli“, „Jehóva ‚hefir mætur á réttlæti‘ “, „Vitur í hjarta“ og „Guð er kærleikur“. Hver hluti fjallar um einn af höfuðeiginleikum Guðs. Síðasti kafli þessarar hvetjandi bókar nefnist „Nálægðu þig Guði og þá mun hann nálgast þig“.
Þú getur fengið eintak af þessari 320 blaðsíðna bók með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér eintak af bókinni Nálægðu þig Jehóva (án skuldbindinga).
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.