Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Berskjalda áhorfendur

Berskjalda áhorfendur

Berskjalda áhorfendur

Eftir fréttaritara Vaknið! í Finnlandi

KVIKMYNDIR, sjónvarp, myndbönd, mynddiskar, tölvuleikir og Netið er orðið hluti af daglegu lífi margra barna. Í nýlegri skýrslu frá finnska kvikmyndaeftirlitinu segir að „samkvæmt sumum áætlunum eyði börn og unglingar allt að 20 til 30 sinnum meiri tíma í að horfa á fjölmiðla en að vera með fjölskyldunni.“ * Afleiðingin er því miður sú að börnin sjá mikið af skaðlegu efni.

Í sumum löndum reyna yfirvöld að vernda börnin með því að ákveða aldurstakmörk myndefnis. En samkvæmt skýrslunni skilja foreldrar og börn ekki alltaf kerfið sem myndirnar eru metnar eftir eða taka lítið mark á því. Auk þess er vitað að mörg kvikmyndahús og myndbandaleigur virða aldurstakmörkin að vettugi og sumt sjónvarpsefni og kvikmyndir er ekki einu sinni metið.

Kennari, sem tók þátt í könnuninni, sagði: „Það virðist algengt að nemendum finnist myndefnið ekki ofbeldisfullt, svo framarlega sem það sést ekkert blóð.“ Margir tölvuleikir og jafnvel teiknimyndir sérstaklega ætlaðar börnum innihalda efni sem getur haft skaðleg áhrif.

Í skýrslunni kemur fram að hver fjölskylda „ber meginábyrgð á því hvaða kvikmyndir og sjónvarpsefni börnin horfa á“. Skýrslan endar á umhugsunarverðri spurningu: „Höfum við fullorðna fólkið vilja, styrk og úrræði til að vernda börnin fyrir skaðlegum áhrifum fjölmiðla?“

[Neðanmáls]

^ Skýrslan fjallar um barnavernd og aldurstakmörk á myndefni og byggist á könnun sem náði til 340 grunnskólabarna, foreldra þeirra og kennara.