Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ættum við að nota nafn Guðs?

Ættum við að nota nafn Guðs?

Ættum við að nota nafn Guðs?

ÁRIÐ 1902 birtist grein í ritinu The Presbyterian and Reformed Review um útgáfu biblíuþýðingarinnar American Standard sem hafði komið út árið áður. Hún var endurskoðuð útgáfa af King James biblíunni frá 17. öld. Um það hvort rétt væri að nota nafn Guðs, Jehóva, að staðaldri í ensku Biblíunni, var sagt í ritinu:

„Við fáum ekki skilið að nokkur geti verið ósammála því að þetta sé rétt. Hér er um að ræða eiginnafn Drottins sem hann kaus að láta þjóð sína kalla sig. Okkur þætti það gífurlegur missir ef því yrði skipt út fyrir þá titla sem notaðir eru til að lýsa honum. Vissulega er deilt um hver rétta mynd nafnsins er og enginn heldur því fram að ‚Jehóva‘ sé rétta myndin. En í hugum enskra lesenda hefur það sama gildi og rétta myndin og það væri alger smásmygli að nota í staðinn Jahve eða einhverjar aðrar myndir sem smámunasamir fræðimenn nota núna á meira eða minna ónákvæman hátt. Við teljum það mikinn kost fyrir enska lesendur Gamla testamentisins að geta í fyrsta sinn séð nafnið ‚Jehóva‘ að staðaldri í almennri útgáfu af Biblíunni og kynnst því hvernig ‚Jehóva‘ hefur reynst fólki sínu og hvað hann hefur gert fyrir það.“

Margar aðrar enskar biblíuþýðingar nota „Jehovah“ eða einhverja aðra mynd nafnsins. Auk þess er eiginnafn Guðs að finna í fjölmörgum biblíuþýðingum á öðrum tungumálum eins og sjá má dæmi um hér til hliðar. Nafnið var til dæmis notað í myndinni Jahve í íslensku Biblíunni frá 1908. Guð sagði Móse í sambandi við nafn sitt, Jehóva: „Þetta er nafn mitt um aldur, og þetta er heiti mitt frá kyni til kyns.“ Það ætti því enginn að þurfa að velkjast í vafa um það hvort rétt sé að nota nafn Guðs nú á tímum. — 2. Mósebók 3:13-15.

[Myndir á blaðsíðu 31]

Sálmur 83:18 eins og hann kemur fyrir á ýmsum tungumálum.

Tsonga

Sjóna

Víetnamska

Spænska

Hindí

Tagalog

Enska