Er bjartari framtíð í vændum?
Er bjartari framtíð í vændum?
Fólk hefur ákaflega mikinn áhuga á framtíðinni. Hvern langar ekki til að vita hvað liggi fyrir honum í næsta mánuði, á komandi ári eða að áratugi liðnum? Og hvernig verður heimurinn allur orðinn eftir 10, 20 eða 30 ár?
HORFIR þú bjartsýnisaugum til framtíðarinnar? Það gera milljónir manna. Mönnum má skipta í tvo hópa — þá sem segjast hafa góða og gilda ástæðu til að trúa á batnandi ástand og hina sem líta björtum augum fram á veginn vegna þess að tilhugsunin um annað er svo dapurleg.
Sumum finnst auðvitað að framtíðin beri ekkert gott í skauti sér. Meðal þeirra eru dómsdagsspámenn sem virðast njóta þess að boða gereyðingu jarðarinnar og þar með heimsendi. Í framtíðarsýn þeirra lifa fáir af, ef þá nokkrir.
Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér? Sérðu fram á gereyðingu eða frið og öryggi? Ef þú væntir þess síðarnefnda á hvoru byggir þú von þína — óskhyggju eða áreiðanlegum heimildum?
Gagnstætt því sem bölsýnismennirnir halda fram trúa útgefendur tímaritsins Vaknið! ekki að gereyðing liggi fyrir mannkyninu. Þvert á móti sér Biblían okkur fyrir góðri og gildri ástæðu til að trúa því að björt framtíð sé í vændum.
[Mynd credit line á blaðsíðu 5]
Mynd: U.S. Department of Energy