Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sá á kvölina sem á völina

Sá á kvölina sem á völina

Sá á kvölina sem á völina

FÓLK í Bandaríkjunum hefur núna „úr meiru að velja á fleiri sviðum lífsins en nokkru sinni fyrr“, segir í grein í tímaritinu Scientific American. Þetta á við um vöruúrval, þjónustu, atvinnu og persónuleg sambönd. Rökrétt mætti ætla að með auknu valfrelsi yrði lífið ánægjulegra. Þótt furðulegt sé leiðir það samt oft til hins gagnstæða. Hvernig stendur á því?

Í greininni er bent á að þegar fólk þurfi að velja vörur eða þjónustu hafi viðhorfið áhrif á ánægju þess og gleði. Sumir eyða til dæmis miklum tíma og erfiði í að velja allra bestu vöruna með því að rýna í merkimiða og grandskoða nýjar vörur á markaðinum. Síðan bera þeir kaup sín saman við það sem aðrir kaupa. Aðrir neytendur leita að því sem er „fullnægjandi“ þótt meira úrval sé ef til vill að finna. Þeir hætta að leita þegar þeir finna það sem þá vanhagar um.

Þeir sem sækjast alltaf eftir því besta eiga greinilega í sívaxandi erfiðleikum með að taka ákvarðanir þar sem úrvalið eykst stöðugt. Og þegar þeir hafa valið nagar sú hugsun þá að hafa ekki haft tíma til að skoða hina valkostina“, segir í Scientific American. Þeir „voru vansælli, óánægðari, niðurdregnari og ekki eins bjartsýnir“ fyrir bragðið. Hver er svo niðurstaðan? Í greininni stendur: „Það er gild ástæða til að ætla að endalausir valkostir eigi í það minnsta einhvern þátt í þeim óánægjufaraldri sem breiðist út í nútímaþjóðfélagi“.

Þeir sem stóðu að rannsókninni bentu samt á að hægt væri að draga úr álagi sem tengist því að velja og hafna. Hvernig þá?

● Við getum ákveðið að takmarka möguleikana þegar ákvörðunin skiptir ekki sköpum. Til dæmis að hafa þá reglu að fara aðeins í tvær verslanir þegar kaupin snúast um fatnað.

● Veldu það sem fullnægir grundvallarkröfum þínum frekar en leita að því „besta“ sem erfitt er að henda reiður á. Láttu síðan þar við sitja.

● Reyndu að velta ekki of mikið fyrir þér spennandi kostum þess sem þú hafnaðir. Lærðu að einbeita þér að kostunum við það sem þú velur.

● Það hljómar kannski eins og gömul tugga að segja: „Vænstu ekki of mikils, þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum.“ Það er nú samt skynsamlegt ef þú vilt lifa ánægulegu lífi.

[Credit line á blaðsíðu 25]

Heimild: Scientific American