Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hjálp til að vernda börnin okkar

Hjálp til að vernda börnin okkar

Hjálp til að vernda börnin okkar

Kona nokkur í Virginíu í Bandaríkjunum skrifaði okkur í fyrra til að lýsa yfir ánægju sinni með bókina Lærum af kennaranum mikla. Hún segir: „Þegar barnabörnin mín eru að fara í háttinn biðja þau mig: ‚Amma, viltu lesa fyrir okkur úr Jesúbókinni?‘ Strákarnir, sem eru fjögurra, sex og sjö ára, hafa afskaplega gaman af sögunum í bókinni.“

Amman heldur áfram: „Ég var mjög hrifin af 32. kafla sem ber heitið ‚Jehóva verndaði Jesú‘. Eftir að rætt er um hvernig Jehóva verndaði Jesú eru börnunum gefin góð ráð um hvernig þau geti verndað sig gegn kynferðisofbeldi. Þar stendur: ‚Ef einhver reynir að gera [slíkt] skaltu segja hátt og skýrt: „Hættu! Ég ætla að segja frá þessu!“‘“

Móðir Betsaidu, fimm ára stúlku í Mexíkó, er að lesa Kennarabókina í annað sinn með dóttur sinni. Hún segir: „Heimurinn er orðinn spilltari og börnin okkar verða fyrir sífellt meira álagi. Dóttir mín segist vera þakklát fyrir leiðbeiningarnar um hvernig hún geti varið sig fyrir ósæmilegri hegðun annarra, eins og talað er um í 32. kafla.“

Þessi 256 blaðsíðna bók hefur hjálpað foreldrum að fylgja því boði Biblíunnar að fræða börn sín. (Orðskviðirnir 22:6) Hún er fallega myndskreytt og í sama broti og þetta blað. Efni bókarinnar byggir á kennslu Jesú Krists og er skrifað á einföldu máli en á þó erindi til allra aldurshópa. Þú getur fengið eintak af bókinni með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.

□ Vinsamlegast sendið mér án allra skuldbindinga eintak af bókinni Lærum af kennaranum mikla.

□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.