Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Ég get varla lagt hana frá mér“

„Ég get varla lagt hana frá mér“

„Ég get varla lagt hana frá mér“

◼ Á mótum Votta Jehóva út um allan heim var á síðasta ári tilkynnt um útgáfu nýrrar bókar sem er ætluð til náms í grundvallarkenningum Biblíunnar. Bókin er fallega myndskreytt, 224 blaðsíður að stærð og nefnist Hvað kennir Biblían?

„Ég get varla lagt hana frá mér,“ skrifaði lesandi nokkur. „Þessi bók hefur að geyma allt það besta úr þeim námsbókum sem ég hef séð og því er öllu komið fyrir á þessum fáu blaðsíðum.“

Annar lesandi sagði: „Hver blaðsíða hvetur til áframhaldandi lesturs. Ég kann einnig vel við hvernig efni næsta kafla er kynnt í lok hvers kafla. Víða gat ég ekki tára bundist. Það er svo margt við þessa bók sem hrífur mig að ég gæti skrifað heila bók um það!“

Enn annar þakklátur lesandi skrifaði: „Þessi bók er vissulega dýrgripur, hefur ómetanlegt gildi í andlegum skilningi og verður frábært hjálpartæki til að kenna nýjum lærisveinum.“

Bókin Hvað kennir Biblían? er nú fáanleg á fleiri en 140 tungumálum. Ef þú óskar eftir eintaki geturðu útfyllt og sent miðann hér að neðan.

□ Vinsamlegast sendið mér án allra skuldbindinga eintak af bókinni Hvað kennir Biblían?

□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.