Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverjum eigum við að trúa?

Hverjum eigum við að trúa?

Hverjum eigum við að trúa?

„Sérhvert hús er gjört af einhverjum, en Guð er sá, sem allt hefur gjört.“— HEBREABRÉFIÐ 3:4.

ERTU sammála rökum biblíuritarans? Vísindunum hefur óneitanlega fleygt fram á þeim 2000 árum sem liðin eru síðan þetta var skrifað. Við sjáum vissulega mörg merki um hönnun í ríki náttúrunnar en er enn þá til fólk sem telur að þess vegna hljóti að vera til hönnuður og skapari — Guð?

Margir, jafnvel í hinum iðnvæddu ríkjum heims, myndu svara þessari spurningu játandi. Svo dæmi sé tekið lét tímaritið Newsweek gera könnun í Bandaríkjum árið 2005 sem leiddi í ljós að 80 prósent manna „trúa að Guð hafi skapað alheiminn“. Stafar þessi trú af ónógri menntun? Til að leita svars við því skulum við spyrja annarrar spurningar: Eru til vísindamenn sem trúa á Guð? Árið 1997 birti tímaritið Nature niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að næstum 40 prósent líffræðinga, eðlisfræðinga og stærðfræðinga, sem spurðir voru, trúa að til sé Guð og að hann heyri bænir og svari þeim.

En sumir vísindamenn eru á allt öðru máli. Nóbelsverðlaunahafinn Herbert A. Hauptman sagði á vísindaráðstefnu nýverið að það samrýmdist ekki góðum vísindum að trúa á hið yfirnáttúrlega, og þá sérstaklega á Guð. „Þess konar trú er skaðleg vísindunum og mannkyninu,“ sagði hann. Og þótt jurtir og dýr beri merki þess að vera hönnuð eru vísindamenn, sem trúa á tilvist Guðs, oft tregir til að kenna að það hljóti að vera til hönnuður. Af hverju? Douglas H. Erwin er fornlíffræðingur og starfar við Smithsonian rannsóknar- og fræðslustofnunina. Hann bendir á eina ástæðuna og segir: „Það er ein af reglum vísindanna að kraftaverk komi ekki til greina.“

Við getum svo sem látið aðra segja okkur hvað við eigum að hugsa og hverju við eigum að trúa. En við getum líka kynnt okkur rökin sjálf og dregið okkar eigin ályktanir. Þegar þú lest á næstu blaðsíðum um nýjustu vísindauppgötvanir skaltu spyrja þig hvort það sé rökrétt ályktun að til sé skapari.

[Rammi á blaðsíðu 3]

Kynntu þér gögnin sjálfur.

[Rammi á blaðsíðu 3]

ERU VOTTAR JEHÓVA SKÖPUNARSINNAR?

Vottar Jehóva trúa sköpunarsögu Biblíunnar sem er að finna í 1. Mósebók. Þeir eru hins vegar ekki sköpunarsinnar í þeim skilningi sem orðið er oftast notað. Af hverju segjum við það? Í fyrsta lagi trúa margir svonefndir sköpunarsinnar að alheimurinn, jörðin og allt líf á jörðinni hafi verið skapað á sex bókstaflegum sólarhringum fyrir um það bil 10.000 árum. En því er ekki haldið fram í Biblíunni. * Sköpunarsinnar hafa sömuleiðis tekið upp á arma sína margar kenningar sem eiga sér enga stoð í Biblíunni. Vottar Jehóva byggja trúarkenningar sínar hins vegar einvörðungu á Biblíunni.

Í sumum löndum er hugtakið „sköpunarsinni“ einnig notað um bókstafstrúarhópa sem taka virkan þátt í stjórnmálum. Þessir hópar reyna að þrýsta á stjórnmálamenn, dómara og skólastjórnendur í von um fá lögum og námsefni breytt til samræmis við trúarkenningar sínar.

Vottar Jehóva eru hlutlausir í stjórnmálum. Þeir virða rétt stjórnvalda til að setja lög og framfylgja þeim. (Rómverjabréfið 13:1-7) En þeir taka líka alvarlega orð Jesú um að vera „ekki af heiminum“. (Jóhannes 17:14-16) Þeir boða trú sína meðal almennings og gefa fólki tækifæri til að kynna sér kosti þess að lifa eftir þeim lífsreglum sem Guð setur. Þeir hvika hins vegar ekki frá hlutleysi sínu og styðja ekki bókstafstrúarhópa sem reyna að neyða fólk með lögum til að fylgja Biblíunni. — Jóhannes 18:36.

[Neðanmáls]

^ Sjá greinina „Sjónarmið Biblíunnar: Stangast sköpunarsagan á við vísindin?“ á bls. 18 í þessu blaði.