„Ég vildi óska þess að allir læsu hana!“
„Ég vildi óska þess að allir læsu hana!“
Bréfritari var að tala um bókina Nálægðu þig Jehóva og bætti við: „Ég sé kærleika Jehóva í enn skýrara ljósi en áður og nú ætla ég að sýna öðrum kærleika minn í ríkari mæli.“ Annar þakklátur lesandi sagði: „Mig skortir orð til að lýsa því hve mikið ég hef notið þess að lesa bókina og hve mikið gagn ég hef haft af henni . . . Mér fannst ákaflega uppörvandi að lesa hana.“
Bókin skiptist í fjóra meginhluta þar sem fjallað er um höfuðeiginleika Guðs, mátt, réttlæti, visku og kærleika. „Þessi bók hefur hjálpað mér að skynja frábæra eiginleika föður míns á himnum,“ segir lesandi nokkur. „Hún hefur sýnt mér fram á að ég er fær um að líkja eftir eiginleikum hans ef ég leyfi heilögum anda hans að hafa áhrif á mig.“
Joanna er ung kona í Póllandi. Hún sagði eftir að hafa lesið kafla 26, „Guð sem er ‚fús til að fyrirgefa‘“: „Mér finnst efni bókarinnar vera mikill fjársjóður, og það hefur haft geysimikla þýðingu fyrir mig að finna þennan fjársjóð.“
Við teljum að þessi 320 blaðsíðna bók geti einnig verið þér til gagns og hughreystingar. Þú getur pantað eintak með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér þessa bók án allra skuldbindinga.
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.