Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Köngulóarsilki

Köngulóarsilki

Býr hönnun að baki?

Köngulóarsilki

◼ Það er léttara en bómull og sterkara en stál, miðað við þyngd. Vísindamenn hafa um langt árabil rannsakað silki vefköngulóa. Stoðþræðirnir hafa vakið mesta athygli en þeir eru sterkasta silkitegundin af þeim sjö sem þær spinna. Þráðurinn er sterkari og vatnsheldari en þráður silkiormsins sem er notaður í fatnað.

Hugleiddu þetta: Til að framleiða trefjaefni eins og kevlar þarf að nota hátt hitastig og lífræn leysiefni. Köngulærnar framleiða silki sitt hins vegar við stofuhita og leysiefnið er vatn. Og stoðþræðir þeirra eru sterkari en kevlar. Ef vefur úr stoðþráðum væri stækkaður svo að hann yrði á stærð við fótboltavöll gæti hann stöðvað júmbóþotu á flugi!

Það kemur því ekki á óvart að styrkur köngulóarvefsins skuli vekja áhuga rannsóknarmanna. „Vísindamenn myndu vilja notfæra sér eiginleika þessa efnis í skotheld vesti, víra í hengibrýr og allt þar á milli,“ segir Aimee Cunningham í tímaritinu Science News.

En það er ekki hlaupið að því að framleiða stoðþráðarsilkið vegna þess að það er framleitt í líkama köngulóarinnar og menn skilja ekki enn til fulls hvernig hún fer að því. „Það vekur með manni auðmýkt að hugsa til þess að fjöldi vitsmunafólks skuli vera að reyna að herma eftir því sem köngulærnar í kjallaranum fara létt með.“ Þetta segir líffræðingurinn Cheryl Y. Hayashi í tímaritinu Chemical & Engineering News.

Hvað heldurðu? Varð köngulóin og níðsterkt silki hennar til af tilviljun eða eru þau gerð af vitrum skapara?

[Mynd á blaðsíðu 18]

Smásjármynd af könguló að vefa silki.

[Credit line]

Copyright Dennis Kunkel Microscopy, Inc.