Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Gekkólím

Gekkólím

Býr hönnun að baki?

Gekkólím

◼ Vísindamenn hafa lengi dáðst að því hvernig gekkóinn getur þotið upp og niður slétta veggi — jafnvel hlaupið eftir sléttu lofti — og það án þess að skrika fótur! Hvernig fer eðlukrílið að þessu?

Í Biblíunni segir að gekkóinn „grípi með höndum sínum“. (Orðskviðirnir 30:28, NW) Fætur gekkó-eðlunnar líkjast óneitanlega höndum og ná ótrúlegu gripi á sléttum flötum. Tærnar eru gáróttar og á hverri gáru eru þúsundir af totum sem líkjast hárum. Á hverri totu eru hundruð smásærra þráða. Sameindakraftarnir, sem þessir þræðir mynda (nefndir van der Waalskraftar), nægja til að vega upp á móti þyngd eðlunnar — jafnvel svo að hún getur skotist upp og niður glerrúðu!

Vísindamenn vildu gjarnan geta búið til lím sem loðir við slétta fleti líkt og fætur gekkósins. * Það gæti haft margs konar notagildi, til dæmis í læknisfræði. Í tímaritinu Science News er minnst á möguleika eins og „sárabindi sem halda þótt þau séu blaut og plástur sem kemur í staðinn fyrir skurðseymi“.

Hvað finnst þér eftir að hafa litið á þetta mál? Varð gekkólímið til af tilviljun? Eða var það hannað?

[Neðanmáls]

^ Einnig er verið að rannsaka prótín sem kræklingur myndar og gerir honum kleift að festa sig við blauta fleti.

[Mynd á blaðsíðu 30]

Deplagekkó séður neðan frá.

[Mynd á blaðsíðu 30]

Smásæ hár á fæti gekkó-eðlu.

[Mynd credit lines á blaðsíðu 30]

Gekkó: Breck P. Kent. Nærmynd: © Susumu Nishinaga/Photo Researchers, Inc.