Hjáleið fyrir mjólkina
Býr hönnun að baki?
Hjáleið fyrir mjólkina
◼ Ef þú hefur einhvern tíma séð kind, geit eða kú bera hefurðu líklega dáðst að því hve ungviðið er fljótt að brölta á fætur og koma sér á spena. Öll spendýr ala unga sína á mjólk. En hjá ungviði jórturdýra, eins og lömbum, kiðlingum og kálfum á sér stað annað undur.
Hugleiddu þetta: Kýr hafa fjórskiptan maga til að ráða við það flókna ferli að melta gras og annað fóður. En nýbornir kálfar nærast aðeins á mjólk og það þarf ekki svona flókið ferli til að melta hana. Þegar þeir sjúga spenann myndast sérstök hjáleið sem veitir mjólkinni beint í síðasta magahólfið.
Það myndi skaða kálfinn ef mjólkin færi inn í fyrsta magahólfið — vömbina — því þar eru gerlar sem brjóta niður tormelta fæðu. Ef mjólkin færi þangað gerjaðist hún og við það myndaðist gas sem nýbornir kálfar geta ekki losað sig við. Þegar ungviði jórturdýra drekkur mjólk, hvort sem það sýgur hana af spena eða drekkur hana úr fötu, verða ósjálfráð viðbrögð í líkamanum og vömbin lokast snarlega.
Það furðulega er að þetta gerist ekki þegar ungviðið drekkur vatn. Vömbin þarf mikið vatn svo að gerlar og aðrar örverur í henni geti fjölgað sér og búið dýrið undir það að éta tormeltara fóður. Þó að mjólk fari beint í síðasta magahólfið ratar vatn rétta leið í vömbina. Hjáleiðin er aðeins ætluð fyrir mjólk.
Hvað heldurðu? Varð mjólkurhjáleiðin til af tilviljun? Eða á snjall skapari heiðurinn af henni?
[Skýringarmynd/mynd á blaðsíðu 26]
(Sjá uppraðaðann texta í blaðinu)
Mjólkin fer fram hjá fyrstu þremur magahólfum kálfsins.
[Skýringarmynd]
hjáleiðin
1 vömb
2 keppur
3 laki
4 vinstur (síðasta magahólfið)