Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vængir fljúgandi vera

Vængir fljúgandi vera

Býr hönnun að baki?

Vængir fljúgandi vera

Hafa flugvélar yfirburði yfir leðurblökur, skordýr og fugla eða ætli lífverurnar hafi vinninginn? Hvort sem þú trúir því eða ekki hafa flugvélarnar ekki roð við dýrunum en þau „hafa einstæða hæfileika til að vera á flugi í vindhviðum, regni og snjókomu“. * Þetta segir Wei Shyy sem er prófessor í geimflauga- og flugvélaverkfræði við Michiganháskóla. Munurinn er fólginn í því að dýrin geta blakað vængjunum, og það hefur verið öfundarefni manna frá því að þeir reyndu að fljúga í fyrsta sinn.

Hugleiddu þetta: Sumir fuglar og skordýr laga sig að umhverfinu með því að breyta stöðugt lögun vængjanna í flugi. Þetta gerir þeim kleift að halda sér kyrrum í loftinu og leika hinar ótrúlegustu fluglistir. Í tímaritinu Science News segir eftirfarandi um leðurblökur: „Þegar þær flugu hægt, um 1,5 metra á sekúndu, sneru þær vængbroddunum á hvolf og slógu þeim snöggt aftur á bak í uppsveiflunni. Vísindamenn giska á að þessi aðferð . . . gefi þeim lyftikraft og kný.“

Vissulega er mörgum spurningum enn ósvarað um það hvernig lifandi verur fljúga. „Hvað gera þær í eðlisfræðilegum skilningi við loftið til að mynda svona sterkan lyftikraft?“ spyr Peter Ifju en hann er prófessor í véla- og flugvélaverkfræði við Flórídaháskóla. Hann bætir við: „Það er ótalmargt í straumfræði lofts sem við skiljum hreinlega ekki. Við getum séð hvað [fuglar og skordýr] gera en við skiljum ekki hvernig það verkar á loftið.“

Hvað heldurðu? Urðu fjölhæfir vængir lifandi vera til af hreinni tilviljun? Eða býr hönnun að baki?

[Neðanmáls]

^ Þó að mörg vængjuð dýr geti flogið í regni kjósa þau yfirleitt að leita skjóls þegar rignir.

[Mynd á blaðsíðu 24]

Breiðnefsbríi

[Credit line]

Laurie Excell/Fogstock/ age fotostock

[Mynd á blaðsíðu 24]

Músarblaka

[Credit line]

© Delpho, M/age fotostock