Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig get ég skipulagt tímann?

Hvernig get ég skipulagt tímann?

Ungt fólk spyr

Hvernig get ég skipulagt tímann?

„Ég heyrði einhvern segja í gríni að ef hann vildi hitta mig einhvers staðar klukkan fjögur ætti hann að segja mér að mæta klukkan þrjú. Þá rann það upp fyrir mér að ég þyrfti að skipuleggja tímann betur!“ — Ricky. *

HVE mörgum klukkutímum vildirðu geta bætt við sólarhringinn? Hvernig myndirðu eyða þeim?

□ með vinum mínum

□ í svefn

□ í heimalærdóm

□ í líkamsrækt

□ í annað ․․․․

Þótt það kæmi sér mjög vel að geta bætt nokkrum klukkustundum við sólarhringinn, þá er það bara ekki hægt! Hvað geturðu þá gert? Margir unglingar hafa komist að raun um að leiðin til að finna þessar klukkustundir sem þá bráðvantar er að skipuleggja tímann. Þeir hafa líka tekið eftir því að þegar þeir skipuleggja tímann minnkar streitan, þeir fá hærri einkunnir og foreldrarnir treysta þeim betur. Skoðum hvernig hægt er að skipuleggja tímann.

1. skref Að gera tímaáætlun

Hugsanlegar hindranir. Þér finnst þú bundinn í báða skó bara af tilhugsuninni um að skipuleggja tíma þinn! Þig langar til að vera svolítið frjáls og vilt ekki að hver einasta mínúta í lífi þínu sé fyrir fram skipulögð.

Hvers vegna ættirðu samt að skipuleggja þig? Salómon konungur skrifaði: „Áform hins iðjusama færa arð.“ (Orðskviðirnir 21:5) Salómon var án efa önnum kafinn maður. Hann var eiginmaður, faðir og konungur — og það líklega áður en hann náði tvítugu! Álagið varð svo bara meira eftir það. Þú lifir líka erilsömu lífi núna. En það er sennilegt að lífið verði annasamara eftir því sem þú verður eldri. Það er því betra að þú lærir að skipuleggja þig fyrr en seinna.

Hvað segja jafnaldrarnir? „Ég fór að skipuleggja tíma minn að staðaldri fyrir um það bil hálfu ári. Ég vildi gjarnan auðvelda mér hlutina og lausnin virtist vera sú að skipuleggja tímann.“ — Joey.

„Það sem hjálpar mér að halda áætlun er að skrifa lista. Þegar ég hef mjög mikið að gera punktum við mamma allt niður og hjálpumst að við að ná markmiðum okkar.“ — Mallory.

Hvað er til ráða? Hugsaðu um þetta: Segjum að þú sért að fara í ferðalag. Allir í fjölskyldunni henda töskunum sínum í skottið á bílnum. Það lítur ekki út fyrir að það sé nóg pláss fyrir allan farangurinn. Hvað er til ráða? Þú gætir tekið allar töskurnar úr skottinu og raðað þeim skipulega í aftur. Ef þú byrjar á stærstu töskunum finnurðu sennilega pláss fyrir minni töskurnar líka.

Það sama á við um líf þitt. Ef þú byrjar á öllum smáu hlutunum er hætta á að mikilvægari mál sitji á hakanum. Ef þú lætur stærri verkefnin ganga fyrir kemstu að raun um að þú hefur nægan tíma fyrir aðra hluti líka. — Filippíbréfið 1:10.

Hver eru mikilvægustu verkefnin sem þú þarft að sinna?

․․․․

Skoðaðu nú listann aftur og forgangsraðaðu. Númeraðu verkefnin eftir mikilvægi þeirra. Ef þú kemur mikilvægustu hlutunum fyrst í verk verðurðu sennilega hissa á hversu mikinn tíma þú átt eftir til að sinna léttvægari hlutum. En mundu að dæmið gengur ekki upp ef þú snýrð þessu við.

Það sem þú getur gert. Fáðu þér litla skipulagsbók og forgangsraðaðu þeim verkefnum sem þú þarft að sinna. Ef til vill hentar þér betur að nota eitthvað af eftirfarandi.

❑ skipuleggjara í farsíma

❑ litla minnisbók

❑ skipuleggjara í tölvu

❑ skrifborðsdagatal

2. skref Að halda sig við áætlunina

Hugsanlegar hindranir. Eftir skóla langar þig bara til að slappa af og horfa á sjónvarpið í smástund. Þú hafðir hugsað þér að læra en færð SMS-skilaboð með boði um bíóferð. Þú getur ekki breytt sýningartíma myndarinnar en þú getur frestað því að læra þangað til í kvöld. ‚Auk þess virðist mér ganga betur þegar ég er undir álagi,‘ segirðu við sjálfan þig.

Hvers vegna ættirðu samt að halda þig við áætlunina? Þú gætir fengið hærri einkunnir ef þú lærir heima meðan þú ert óþreyttur. Og er álagið ekki nógu mikið fyrir? Hvers vegna að auka á það með því að neyðast til að lesa í ofboði fyrir próf seint að kvöldi? Hvernig heldurðu að morgundagurinn yrði? Þú gætir sofið yfir þig, orðið stressaður, þurft að hendast í skólann og kannski komið of seint. — Orðskviðirnir 6:10, 11.

Hvað segja jafnaldrarnir? „Mér finnst gaman að horfa á sjónvarpið, spila á gítar og vera með vinum mínum. Það er ekkert rangt við það, en stundum ýti ég mikilvægari hlutum til hliðar í staðinn og það endar með eintómu stressi.“ — Julian.

Hvað er til ráða? Ekki skipuleggja eingöngu hluti sem þú þarft að gera — skipuleggðu líka hluti sem þú hefur gaman af. „Mér finnst auðveldara að klára það sem ég verð að gera ef ég er búinn að skipuleggja eitthvað skemmtilegt á eftir,“ segir Julian.

Önnur hugmynd: Hafðu að einhverju að stefna, og settu þér lítil markmið á leiðinni þangað svo að þú haldir stefnunni. Joey, 16 ára, sem minnst var á fyrr í greininni, segir: „Mig langar til að vera biblíukennari í fullu starfi. Það markmið hjálpar mér að halda áætlun núna, vegna þess að það er góður undirbúningur undir enn meira annríki í framtíðinni.“

Það sem þú getur gert. Hvaða eitt eða tvö markmið er raunhæft að þú getir náð næsta hálfa árið?

․․․․

Hvaða markmið gætirðu sett þér og náð innan næstu tveggja ára, og hvað þarftu að gera núna til að geta náð því?

․․․․

3. skref Að vera hirðusamur og hafa reglu á hlutunum

Hugsanlegar hindranir. Hvað kemur það tímaáætlun við að vera hirðusamur og hafa reglu á hlutunum? Það virðist einfaldara að þurfa ekki stöðugt að vera að taka til. Þú getur líka alltaf tekið til í herberginu á morgun — eða bara sleppt því! Þér er líka alveg sama þótt það sé smá drasl, það er ekkert stórmál. Eða hvað?

Hvers vegna ættirðu samt að vera hirðusamur? Með því að hafa hlutina í röð og reglu spararðu tíma þegar þú þarft að finna eitthvað. Það stuðlar líka að því að þú hafir hugarró og hún er mikils virði. — 1. Korintubréf 14:40.

Hvað segja jafnaldrarnir? „Stundum hef ég ekki tíma til að ganga frá fötunum mínum, en þá vilja hlutir, sem ég þarf að finna, týnast í allri hrúgunni!“ — Mandy.

„Veskið mitt var týnt í heila viku. Ég varð frekar stressaður út af því. Ég fann það svo loksins þegar ég tók til í herberginu mínu.“ — Frank.

Hvað er til ráða? Reyndu að ganga frá hlutunum á sinn stað um leið og þú getur. Ef þú tekur reglulega til í stað þess að láta draslið hrúgast upp tekur það þig minni tíma að laga til og það er auðveldara að finna hluti.

Það sem þú getur gert. Reyndu að venja þig á að vera hirðusamur. Haltu herberginu þínu hreinu og snyrtilegu og athugaðu hvort það geri ekki hlutina auðveldari.

Byrjaðu smátt — byrjaðu í dag! Hvaða tillögur í þessari grein komu þér að mestu gagni?

․․․․

Ég ætla að prófa þessar tillögur í ․․․․․ viku(r) og athuga hvort þær virka.

Finna má fleiri greinar á ensku úr greinaflokknum „Ungt fólk spyr“ á vefsíðunni www.watchtower.org/ype

[Neðanmáls]

^ Nöfnum hefur verið breytt í þessari grein

TIL UMHUGSUNAR

◼ Hversu langan svefn þarftu til þess að geta skilað sem bestum afköstum?

◼ Hvern gætirðu beðið að hjálpa þér að gera tímaáætlun?

◼ Ef þú ert nú þegar kominn í gang með tímaáætlun, hvaða breytingar gætirðu þurft að gera á henni?

[Rammi/mynd á blaðsíðu 22, 23]

Á einni viku notuðu krakkar og unglingar á aldrinum 8 til 18 ára tímann á þennan hátt (í klukkustundum):

17

með foreldrum sínum

30

í skólanum

44

við að horfa á sjónvarp, spila tölvuleiki, senda SMS - skilaboð og hlusta á tónlist

HVERNIG NOTA ÉG TÍMANN?

Taktu saman tímann sem þú eyðir í hverri viku við að

horfa á sjónvarp: ․․․․

spila tölvuleiki: ․․․․

nota tölvuna: ․․․․

hlusta á tónlist: ․․․․

Samtals: ․․․․

Klukkustundir sem ég gæti auðveldlega notað í mikilvægari hluti:

[Mynd á blaðsíðu 22]

Ef þú byrjar á öllum smáu hlutunum hefurðu ekki pláss fyrir mikilvægari hluti.