Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2. atriði: Skuldbinding

2. atriði: Skuldbinding

2. atriði: Skuldbinding

„Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja.“ — Matteus 19:6.

Hvað felur það í sér? Í farsælum hjónaböndum líta hjónin á sambandið sem varanlegt. Þegar vandamál kemur upp reyna þau að leysa það í stað þess að líta á vandann sem afsökun fyrir því að yfirgefa maka sinn. Þegar hjón eru skuldbundin hvort öðru finna þau til öryggis. Þau treysta því bæði að makinn haldi áfram að heiðra hjónabandið.

Af hverju skiptir það máli? Að mörgu leyti er skuldbinding það sem heldur hjónabandinu sterku. En eftir ítrekaða árekstra gæti þér fundist skuldbindingin við maka þinn vera meira eins og fjötrar en öryggi. Orðin, „þar til dauðinn aðskilur okkur“ verða lítið annað en kaldur samningur sem hjónin vildu óska að hefði einhverjar glufur. Þótt þau yfirgefi makann ekki bókstaflega gætu þau „farið frá honum“ á annan hátt — til dæmis með því að beita kuldalegri þögn þegar ræða þarf alvarleg málefni.

Prófaðu þetta. Svaraðu spurningunum hér fyrir neðan til að kanna hversu skuldbundinn þú ert maka þínum.

Þegar við rífumst sé ég þá stundum eftir því að hafa gifst maka mínum?

Dreymir mig oft um að vera með einhverjum öðrum?

Segi ég stundum við maka minn: „Ég ætla að fara frá þér,“ eða: „Ég ætla að finna einhvern sem kann að meta mig“?

Settu þér markmið. Hugleiddu hvað þú getur gert til að sýna að þú sért skuldbundinn maka þínum. (Tillögur: Skrifaðu á miða lítil skilaboð handa maka þínum, hafðu myndir af makanum sýnilegar á vinnustaðnum þínum eða hringdu á hverjum degi úr vinnunni, bara til að segja „hæ“.)

Hvernig væri að skrifa niður nokkrar tillögur og spyrja maka þinn hvað hafi mesta þýðingu fyrir hann?

[Mynd á blaðsíðu 4]

Skuldbinding kemur í veg fyrir að hjónabandið fari út um þúfur líkt og vegrið hindrar að bíll fari út af veginum.

[Credit line]

© Corbis/age fotostock