Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

4. atriði: Virðing

4. atriði: Virðing

4. atriði: Virðing

„Látið hvers konar . . . hávaða og lastmæli vera fjarlægt ykkur.“ — Efesusbréfið 4:31.

Hvað felur það í sér? Það koma upp ágreiningsmál bæði í fjölskyldum þar sem illa gengur og í fjölskyldum þar sem vel gengur. En farsælar fjölskyldur ræða málin án þess að grípa til kaldhæðni, móðgana eða annars konar særandi tals. Allir í fjölskyldunni koma fram hver við annan eins og þeir vilja að aðrir komi fram við sig. — Matteus 7:12.

Af hverju skiptir það máli? Hægt er að nota orð eins og vopn og það getur haft hræðilegar afleiðingar. Orðskviður í Biblíunni segir: „Betra er að búa í eyðimörk en með þrasgjarnri og geðillri konu.“ (Orðskviðirnir 21:19) Hið sama má að sjálfsögðu segja um þrasgjarnan mann. Og þegar kemur að uppeldinu hvetur Biblían foreldra: „Verið ekki höstugir við börn ykkar, það gerir þau ístöðulaus.“ (Kólossubréfið 3:21) Börnum, sem verða fyrir sífelldri gagnrýni, gæti farið að líða eins og það sé ómögulegt að þóknast foreldrunum. Þau gætu jafnvel gefist upp á að reyna.

Prófaðu þetta. Svaraðu spurningunum hér fyrir neðan til að kanna hversu mikla virðingu þið fjölskyldan berið hvert fyrir öðru.

Þegar ósætti er í fjölskyldunni endar það yfirleitt með að einhver rýkur út?

Þegar ég tala við maka minn eða börn gríp ég til særandi orða eins og „asni“, „heimskur“ eða eitthvað í þá áttina?

Var ég alinn upp á heimili þar sem móðgandi og særandi tal viðgekkst?

Settu þér markmið. Hugleiddu hvernig þú getur sýnt öðrum meiri virðingu með tali þínu. (Hugmynd: Einsettu þér að nota „ég-skilaboð“ í stað „þú-skilaboða“. Dæmi: „Mér sárnar þegar þú . . . ,“ í staðinn fyrir: „Þú ert alltaf . . .“)

Væri ekki tilvalið að láta maka þinn vita af þeim markmiðum sem þú setur þér? Eftir þrjá mánuði skaltu spyrja maka þinn hvernig þér hafi tekist til.

Hugleiddu hvernig þú getur varast særandi tal í samskiptum við börnin.

Hvers vegna ekki að biðja börnin afsökunar ef þú hefur notað hvöss orð eða verið kaldhæðinn við þau?

[Mynd á blaðsíðu 6]

Særandi orð geta veikt fjölskylduna líkt og öldur geta holað harðan klett.