Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

5. atriði: Sanngirni

5. atriði: Sanngirni

5. atriði: Sanngirni

„Látið sanngirni ykkar verða kunnuga öllum.“ — Filippíbréfið 4:5, New World Translation.

Hvað felur það í sér? Í farsælum fjölskyldum eru hjónin fús til að fyrirgefa hvort öðru þegar þau gera mistök. (Rómverjabréfið 3:23) Þau eru ekki heldur óhóflega ströng eða of eftirlátssöm við börnin. Þau setja hæfilega mikið af heimilisreglum. Þegar leiðrétta þarf börnin er það gert „í hófi“. — Jeremía 30:11, Biblían 1981.

Af hverju skiptir það máli? Í Biblíunni erum við hvött til að vera „sanngjörn“. (Títusarbréfið 3:1, 2) Guð krefst ekki fullkomleika af ófullkomnum mönnum. Af hverju ættu hjón þá að krefjast þess hvort af öðru? Það að nöldra yfir minni háttar göllum er í rauninni ekki til bóta heldur ýtir aðeins undir gremju. Það er best að sætta sig við þá staðreynd að „öll hrösum við margvíslega“. — Jakobsbréfið 3:2.

Foreldrar, sem ná árangri, sýna sanngirni í samskiptum við börnin. Agi þeirra er ekki of harður og þau eru ekki ‚ósanngjörn‘. (1. Pétursbréf 2:18) Þau veita unglingnum ákveðið frelsi ef hann sýnir að hann er ábyrgur. Þau reyna ekki að stjórna honum um of. Í einu heimildarriti segir að ef maður reynir að stjórna öllum smáatriðum í lífi unglingsins „sé það eins og að dansa kröftugan og lýjandi regndans til að framkalla rigningu. Það kemur engin rigning en maður verður úrvinda af þreytu.“

Prófaðu þetta. Svaraðu spurningunum hér fyrir neðan til að kanna hversu sanngjarn þú ert.

Hvenær hrósaðir þú síðast maka þínum?

Hvenær gagnrýndirðu síðast maka þinn?

Settu þér markmið. Ef þú áttir erfitt með að svara fyrri spurningunni en varst fljótur að svara þeirri seinni skaltu hugleiða hvernig þú getur sýnt meiri sanngirni.

Hvernig væri að ræða við maka þinn um hvaða markmið þið getið bæði sett ykkur?

Hugleiddu hvernig þú getur veitt unglingnum meira frelsi þegar hann sýnir fram á að hann sé ábyrgur.

Hvernig væri að ræða opinskátt við unglinginn á heimilinu um mál eins og útivistartíma?

[Mynd á blaðsíðu 7]

Sanngjarn fjölskyldumeðlimur er fús til að gefa eftir líkt og varkár ökumaður gerir í umferðinni.