Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

7. atriði: Traustur grunnur

7. atriði: Traustur grunnur

7. atriði: Traustur grunnur

Hvað felur það í sér? Hús þarf að vera byggt á traustum grunni til að geta staðið áratugum saman. Hið sama er að segja um fjölskylduna. Til að vera farsæl til langframa verður hún að standa á sterkum grunni. Grundvöllurinn að farsælu fjölskyldulífi er að fylgja leiðbeiningum sem virka.

Af hverju skiptir það máli? Finna má ógrynni leiðbeininga um fjölskyldulíf í bókum, tímaritum og sjónvarpsþáttum. Sumir hjónabandsráðgjafar hvetja hjón í erfiðleikum til að vera áfram saman á meðan aðrir myndu hvetja þessi sömu hjón til að slíta samvistum. Sérfæðingar skipta jafnvel sjálfir um skoðun á þessum málum. Árið 1994 skrifaði vinsæll sálfræðingur, sem sérhæfir sig í málum unglinga, að fyrr á sínum ferli hefði hún talið að „börn væru betur sett með hamingjusömum einstæðum foreldrum heldur en óhamingjusömum giftum foreldrum. Ég hélt að skilnaður væri betri kostur en að berjast í slæmu hjónabandi.“ Eftir tveggja áratuga reynslu skipti hún hins vegar um skoðun. Hún segir: „Hjónaskilnaðir leggja líf margra barna í rúst.“

Skoðanir manna geta breyst en bestu ráð, sem hægt er að finna, munu alltaf að einhverju leyti endurspegla meginreglurnar í orði Guðs, Biblíunni. Þegar þú last þessa greinaröð tókstu kannski eftir því að efst á bls. 3-8 er að finna biblíuvers. Þessar biblíulegu meginreglur hafa hjálpað mörgum fjölskyldum að verða farsælar. Þessar fjölskyldur glíma við vandamál rétt eins og allar aðrar. En munurinn er sá að Biblían veitir þeim traustan grunn að hjónabandinu og fjölskyldulífinu. Og það er ekki að furða því að höfundur Biblíunnar er Jehóva Guð, stofnandi fjölskyldunnar. — 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.

Prófaðu þetta. Skrifaðu niður alla ritningarstaði sem vitnað er í efst á bls. 3 til 8. Ef einhver annar ritningarstaður hefur hjálpað þér skaltu bæta honum við. Hafðu listann við höndina og skoðaðu hann oft.

Settu þér markmið. Vertu staðráðinn í að fylgja meginreglum Biblíunnar í fjölskyldunni þinni.

[Mynd á blaðsíðu 9]

Ef fjölskylda þín er byggð á traustum grunni Biblíunnar getur hún staðist þá storma sem ógna henni.