Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Náttúran varð fyrri til

Náttúran varð fyrri til

Náttúran varð fyrri til

„Eyrað sem heyrir og augað sem sér, hvort tveggja hefur Drottinn skapað.“ — Orðskviðirnir 20:12.

MANNSAUGAÐ er eins og örsmá sjónvarpsmyndavél. Það breytir myndum í rafræn boð og sendir þau síðan eftir sjóntauginni til sjónstöðvanna í aftanverðum heilanum. Það er þar sem sjónskynjunin á sér stað.

Augað er mikið undur þótt smátt sé. Það er ekki nema um 24 millimetrar í þvermál og vegur um 7,5 grömm en er hannað af miklu hugviti. Svo dæmi sé tekið hefur það aðskilin kerfi til að nema dauft ljós og bjart þannig að ljósnæmið getur aukist tíu þúsundfalt á hálftíma eftir að maður kemur úr birtu í myrkur.

Hvernig gefur augað skarpa mynd við venjuleg birtuskilyrði? Í auganu eru rúmlega hundraðfalt fleiri ljósnæmar frumur (dílar) en í flestum myndbandsupptökuvélum. Töluverðan hluta þessara frumna er að finna á litlum bletti á miðri sjónhimnu augans. Hann kallast sjónugróf og þar er sjónin skörpust. Þar sem við hreyfum augun nokkrum sinnum á sekúndu höfum við á tilfinningunni að sjónin sé skörp á öllu sjónsviðinu. Sjónugrófin er hins vegar örsmá, á stærð við punktinn í lok þessarar málsgreinar.

Rafboð frá ljósnæmu frumunum berast frá einni taugafrumu til annarrar í átt að sjóntauginni. En taugafrumurnar láta sér ekki nægja að koma boðunum áleiðis. Þær forvinna þau með því að styrkja mikilvægar upplýsingar og draga úr vægi óþarfra upplýsinga.

Sjónsvæði heilans er eins og háþróað viðtökutæki fyrir hreyfimyndir. Það skerpir myndirnar með því skýra útlínur og ber saman merki frá sjónfrumum sem eru næmar fyrir grunnlitunum þannig að við getum greint milljónir litbrigða. Heilinn ber einnig saman þann agnarlitla mun, sem við sjáum með augunum tveim, þannig að við skynjum fjarlægð.

Hugleiddu hvernig augun skima andlit í mannfjölda í fjarlægð og senda rafboð til heilans sem breytir boðunum í skýrar myndir. Veltu líka fyrir þér hvernig heilinn ber þessi andlit saman við myndir í minnisbanka sínum og við þekkjum þegar í stað vini sem er að finna í hópnum. Finnurðu ekki til lotningar þegar þú veltir fyrir þér þessu ótrúlega ferli?

[Mynd á bls. 7]

Upplýsingavinnsla augans vitnar um stórsnjalla hönnun.