Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þegar hjartað slær

Þegar hjartað slær

Þegar hjartað slær

● Hjartað er miðstöð blóðrásarkerfisins og er iðjusamt með afbrigðum. Í fullvaxta manneskju má búast við að hjartað slái um og yfir 100.000 sinnum á sólarhring. Hjartavöðvarnir eru önnum kafnir meira að segja meðan þú hvílist — og leggja reyndar helmingi harðar að sér en vöðvarnir í fótleggjunum þegar þú hleypur á sprett. Þegar þörf krefur getur hjartað tvöfaldað hraðann á innan við fimm sekúndum. Í fullvaxinni manneskju eru um 5 lítrar blóðs og hjartað getur dælt allt frá 5 lítrum á mínútu upp í 20 lítra þegar maður reynir hraustlega á sig.

Hjartslættinum er stjórnað af taugakerfi sem er svo vel hannað að það er hreint undur. Taugakerfið sér til þess að efri hólf hjartans (gáttirnar) dragist saman á undan neðri hólfunum (hvolfunum) með því að seinka samdrætti hvolfanna um sekúndubrot. Þegar læknir hlustar eftir hjartslættinum með hlustunarpípu er það þó ekki hjartavöðvinn sem hann heyrir í heldur hjartalokurnar.

Milljarður hjartslátta

Það er almenn regla í dýraríkinu að hjartsláttur standi í öfugu hlutfalli við líkamsstærð. Því stærri sem skepnan er því hægari er hjartslátturinn. Svo dæmi sé nefnt slær hjarta fíls að meðaltali 25 sinnum á mínútu en hjarta kanarífugls slær hvorki meira né minna en 1.000 sinnum á mínútu. Hjá mönnum er hjartslátturinn um 130 slög á mínútu í nýbura en fer niður í 70 eða þar um bil í fullvaxta manneskju.

Lífslíkur flestra spendýra virðast samsvara nálægt einum milljarði hjartslátta. Hjarta músarinnar slær um 550 sinnum á mínútu og hún lifir í hér um bil 3 ár, en hjarta steypireyðarinnar slær um 20 sinnum á mínútu og hún getur lifað í meira en 50 ár. Mennirnir skera sig hins vegar úr. Ef hjartslátturinn er notaður sem mælistika ættum við að lifa í hér um bil 20 ár. Heilbrigt mannshjarta getur aftur á móti náð meira en þrem milljörðum hjartslátta og maðurinn því lifað 70 til 80 ár eða lengur. *

En hvað sem þessu líður er enginn sáttur við að takmarka ævilengdina við ákveðinn fjölda hjartslátta því að innst inni þráum við mennirnir að lifa að eilífu. Þessi löngun er eðlileg því að Guð lagði okkur hana í brjóst. Þess er meira að segja skammt að bíða að syndin, sem er orsök dauðans, verði afmáð. (Rómverjabréfið 5:12) Það kemur að því að „dauðinn mun ekki framar til vera,“ segir í Opinberunarbókinni 21:3, 4.

[Neðanmáls]

^ Þessar tölur eru gróf nálgun. Bæði hjartsláttur og ævilengd einstakra manna og dýra getur vikið verulega frá meðaltalinu.

[Skýringarmynd/mynd á bls. 24]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

ÞVERSKURÐARMYND AF HJARTA

Hægri gátt

Vinstri gátt

Hægra hvolf

Vinstra hvolf