Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hafðu stjórn á tímanum

Hafðu stjórn á tímanum

Hafðu stjórn á tímanum

„Öllu er afmörkuð stund.“ — Prédikarinn 3:1.

ÞÚ ÞARFT að vita hvað skiptir mestu máli til að geta tekið frá tíma fyrir það. Það er auðveldara ef þú gerir þér góða grein fyrir lífsgildum þínum og markmiðum og áttar þig á hvað þarf að gera til að ná þeim.

Fyrst af öllu skaltu átta þig á hver lífsgildi þín eru. Þú gætir reynt að skrifa niður allt sem þér dettur í hug. Það geta verið orð eins og fjölskylda, vinátta, mikil vinna, menntun, afrek, gott útlit, peningar, hamingja, hjónaband, góðvild, líkamlega heilsa og sterk trú. Spyrðu þig síðan: „Hvað af þessu finnst mér mikilvægast?“

Síðan skaltu íhuga öll markmiðin sem þú myndir vilja ná í lífinu. Hver er munurinn á lífsgildum og markmiðum? Í þessu samhengi getum við sagt að lífsgildin séu varanleg. Hins vegar er hægt að ná markmiðum, þá getur maður merkt við þau og sagt að þeim sé náð.

Hvaða markmið gætir þú sett þér? Langar þig að verja meiri tíma með fjölskyldunni? Fá hentugri vinnu? Ná betri tökum á uppáhaldsáhugamáli þínu? Taka upp nýtt áhugamál? Myndirðu vilja bæta þig á einhverju sviði? Fara í ferðalag? Lesa bók? Skrifa bók?

Því næst skaltu gera upp við þig hvert þessara markmiða sé þér mikilvægast. Gakktu úr skugga um að það samræmist lífsgildum þínum. Segjum sem svo að þú settir þér það markmið að verða forríkur. Sennilega myndi það stangist á við eitthvað annað.

Íhugaðu nú hvað þú þarft að gera til að ná markmiðum þínum. Ef þú hefur til dæmis sett þér það markmið að léttast um ákveðinn kílóafjölda, þá gæti líkamsrækt verið eitt að því sem þú þarft að gera til að ná þessu markmiði.

Hvernig getur þessi greining komið þér að gagni?

Ef markmið þín og lífsgildi fara saman og þú vinnur að markmiðunum tekur líf þitt skýra stefnu. Þú ferð að verja meiri tíma í það sem þér finnst mikils virði. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að þú verðir tilfinningalaus gagnvart þörfum og óskum annarra. (Filippíbréfið 2:4) Þér gengur hins vegar betur að átta þig á hvað skiptir máli og hafna öðru.

Óneitanlega getur ýmislegt komi upp á. Sum verkefni eru ekki mjög mikilvæg en geta samt verið nauðsynleg. Þau geta reynst tímafrek þannig að þú hafir lítinn sem engan tíma aflögu fyrir það sem þér finnst mikilvægast. Það geta komið upp mál sem þola enga bið. Kringumstæður þínar geta líka breyst og sett tímaáætlunina úr skorðum. Með því að gera raunhæfar ráðstafanir og verja meiri tíma í það sem skiptir máli, geturðu haft betri stjórn á því hvernig þú notar tímann og lifir lífinu.

[Rammi/mynd á bls. 6]

SPARA LÓFATÖLVUR TÍMA?

Þær spara tíma fyrir suma en sóa tíma annarra. Lófatölvur eru oft með dagbók, skrá yfir símanúmer og heimilisföng, verkefnalista, ritvinnslu, minnismiðum, myndavél og aðgangi að tölvupósti og Netinu. Það er hægt að nota svona verkfæri til að spara tíma ef maður uppfærir það reglulega og hefur það meðferðis. Hins vegar getur það auðveldlega orðið tímaþjófur ef maður vafrar mikið og ómarkvisst, fiktar eða breytir stillingum, eða ef maður kaupir ónauðsynlegan aukabúnað eða tekur tækið fram yfir mikilvæg tengsl eða skyldustörf.

Ráð: Gott er að kynna sér málin vel áður en maður kaupir tæki. Það fer mikill tími í að gera við rafeindatæki sem bila oft. Enn fremur má segja að rafeindatæki nýtist aðeins að því marki sem kunnátta notandans nær. Ef þú átt slíkt tæki skaltu nota það til að spara tíma en ekki til að sóa honum.

[Mynd á bls. 4, 5]

Getur þú gefið þér tíma fyrir það sem skiptir máli?