Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Nef bláþyrilsins

Nef bláþyrilsins

Býr hönnun að baki?

Nef bláþyrilsins

● Japönsku hraðlestirnar æða áfram á næstum 300 kílómetra hraða miðað við klukkustund og eru einhverjar hraðskreiðustu lestir í heimi. Að hluta til eiga þær hraðann að þakka litlum fugli — bláþyrlinum. Lítum nánar á málið.

Hugleiddu þetta: Til að krækja sér í gómsætan bita getur bláþyrillinn stungið sér í vatn án þess að valda miklum gusugangi. Þetta vakti forvitni verkfræðings að nafni Eiji Nakatsu en hann hafði með höndum prófanir á hraðlestunum. Hann tók að velta fyrir sér hvernig bláþyrillinn lagar sig eldsnöggt að stórauknu viðnámi þegar hann stingur sér ofan í vatn. Svarið við þeirri spurningu átti drjúgan þátt í að leysa sérstakt vandamál sem fylgir hraðlestunum. „Þegar lest æðir inn í mjó jarðgöng á miklum hraða myndast loftþrýstibylgjur sem magnast smám saman og verða nánast eins og flóðbylgja,“ segir Nakatsu. „Bylgjan kemur út úr göngunum á hljóðhraða og myndar lágtíðnibylgjur sem fylgja miklar drunur og svo mikill titringur í lofti að íbúar í 400 metra fjarlægð hafa kvartað.“

Ákveðið var að móta framenda hraðlestanna eftir nefi bláþyrilsins. Árangurinn varð sá að lestirnar komast nú 10 prósentum hraðar og eyða 15 prósent minni orku. Og loftþrýstingurinn, sem þær mynda, hefur minnkað um 30 prósent. Það heyrast því ekki þungar drunur þegar lestirnar fara um jarðgöng.

Hvað heldurðu? Myndaðist nef bláþyrilsins af hreinni tilviljun? Eða býr hönnun að baki?

[Rétthafi myndar á bls. 21]

Bláþyrill að stinga sér: Woodfall/Photoshot. Hraðlest: AP Photo/Kyodo.