Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Skortir þig tíma?

Skortir þig tíma?

Skortir þig tíma?

HAFIR þú oftast merkt við annan eða þriðja valkostinn á spurningalistanum hér til hliðar skortir þig líklega tíma. Það á við um fleiri. Svo til alls staðar er fólk undir álagi því að það verður að ljúka skyldustörfunum — og þau hafa jafnvel engin tengsl við það sem fólki finnst mikilvægt í lífinu. Það þarf til dæmis að gera við bílinn, gera vinnuveitandanum til hæfis eða sinna óvæntum truflunum. Þegar þú greiðir úr einu vandamálinu af öðru finnst þér hugsanlega að þú hafir enga stjórn á því í hvað tíminn fer. Þér gæti fundist þú vera á fleygiferð í gegnum lífið án þess að hafa tíma til að lifa því.

Auðvitað telurðu þér trú um að þetta sé tímabundið ástand. Með tímanum hljóti að hægjast um hjá þér og þú fáir ráðrúm til að einbeita þér að því sem skiptir þig máli — því sem auðgar líf þitt, fjölskyldu þinnar og annarra. En hvenær verður það? Kemurðu auga á glufu í dagskránni hjá þér í dag, í þessari viku eða í næsta mánuði?

Það er óraunhæft að ætla að það verði bráðum minna að gera. En þú getur gripið til þinna ráða til að skapa þér þann tíma sem þú þarft. Hvernig?

[Rammi á bls. 3]

Hve oft hefurðu tíma til að gera það sem þér finnst skipta verulegu máli?

Daglega

Um helgar

Varla nokkurn tíma

Gerir þú á dæmigerðum degi

það sem þú varst búinn að ráðgera?

öll vanaverkin þótt það hindri þig í að gera það sem þú ætlaðir?

hugsunarlaust allt sem þú ert beðinn um?

Finnst þér á dæmigerðum degi

að þú hafir stjórn á aðstæðum?

að það séu gerðar ósanngjarnar kröfur til þín?

að þér sé ýtt úti í hvert verkefnið á fætur öðru?

Hefur þú í lok dagsins

komið því mikilvægasta í verk?

lokið við skyldustörfin en hugsanlega hroðvirknislega?

ekki haft tíma til að gera það sem skipti verulegu máli?

Hvernig líður þér venjulega í lok dags?

Ánægður og sáttur

Innantómur, þreyttur og stressaður

Pirraður