Nafn Guðs kunngert
Nafn Guðs kunngert
● Eyjan Orleans liggur í St. Lawrencefljóti, skammt frá Quebec-borg í Kanada. Engum sem gengur um þessa fallegu eyju dylst trúaráhugi þeirra sem byggðu þar land forðum daga. Meðfram hringveginum um eyna standa gamlar, sögufrægar kapellur og hver sókn á sér eigin kirkju.
Í bænum Saint-Pierre stendur elsta sveitakirkja í Quebec en hún var reist árið 1717. Þar er nú listasafn en innan dyra er einnig að finna athyglisverða skreytingu. Yfir altarinu stendur nafn Guðs með hebresku letri. Það er í mörgum biblíum umritað Jehóva.
Nú orðið er sjaldgæft að heyra nafn Guðs nefnt í kaþólskri kirkju og enn sjaldgæfara að sjá það þar. Í plaggi, sem Páfagarður gaf út árið 2008, segir að samkvæmt tilskipun páfa eigi „hvorki að nota né segja“ nafn Guðs við kaþólskar guðsþjónustur eða í sálmum og bænum. Ljóst er þó af Biblíunni að Jehóva Guð vill að nafn hans sé „boðað um alla jörðina“. — 2. Mósebók 9:16.
Vottar Jehóva álíta að til að þóknast Guði þurfi annað og meira en að setja nafn hans upp á vegg inni í byggingu. Á hverju ári nota þeir rösklega einn og hálfan milljarð klukkustunda til að fræða fólk um nafn Guðs og vilja. Þeir hafa einnig veitt nafninu Jehóva þann sess sem það á með réttu. Biblíuþýðing þeirra — Nýheimsþýðing heilagrar ritningar — er trú frumtextanum þar sem nafnið Jehóva er að finna um 7.000 sinnum. Þegar þetta er skrifað hefur hún verið gefin út, í heild eða að hluta, á 83 tungumálum, og upplagið nemur rúmlega 165 milljónum eintaka. Þegar nafn Guðs er annars vegar ætti ekki að spyrja hvers vegna eigi að nota það heldur hvaða grundvöllur sé fyrir því að nota það ekki.
[Mynd á bls. 21]
Nýheimsþýðingin þar sem nafnið Jehóva stendur um 7.000 sinnum. Hún hefur verið gefin út, í heild eða að hluta, á 83 tungumálum.