Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvað veistu um votta Jehóva?

Hvað veistu um votta Jehóva?

„Ég las heilmikið um votta Jehóva á Netinu, heyrði hviksögur og hlustaði á fordómafullar umræður um þá,“ segir lærlingur í fjölmiðlafræði í Danmörku. „Þar af leiðandi myndaði ég mér mjög neikvæða skoðun á vottum Jehóva.“

ÞESSI fréttamaður tók síðar viðtal við fjölskyldu sem tilheyrir söfnuði Votta Jehóva. Hvað áhrif hafði það? „Viðhorf mitt breyttist um leið og ég gekk inn um dyrnar hjá þeim,“ skrifar hún. „Kannski þekkir fólk þá ekki nógu vel, eða kannski erum við bara of fljót að dæma aðra. Ég veit að ég var það. Og ég komst að því að ég hafði rangt fyrir mér.“ — Cecilie Feyling, hjá Jydske Vestkysten.

Mannaflaráðgjafi fyrir verslanakeðju í Evrópu hafði þá reynslu af vottum Jehóva í gegnum starf sitt að þeir væru heiðarlegir starfsmenn. Hann sóttist því eftir að ráða votta.

Vottar Jehóva eru auðvitað þekktastir fyrir boðunarstarf sitt. Þeir vita að sumir vilja ekki ræða biblíuleg málefni en að aðrir hafa ánægju af slíkum umræðum. Yfir sjö milljónir manna, í nánast öllum löndum heims, eru í biblíunámi hjá vottunum og sumir þessara nemenda verða seinna biblíukennarar sjálfir. Í skýrslu frá Bandaríska kirknaráðinu er til dæmis greint frá því að af 25 stærstu trúflokkum þar í landi hafi meðlimum fjölgað í aðeins fjórum, þar á meðal í söfnuði Votta Jehóva.

Hvers vegna eru milljónir manna í biblíunámi hjá vottum Jehóva? Hvernig fer námið fram? Er ætlast til þess að nemendurnir verði sjálfir vottar? Þótt þú hafir ekki hugsað þér að verða vottur áttu rétt á svari við þessum spurningum. Aflaðu þér réttra upplýsinga í stað þess að hlusta á söguburð eða slúður. „Einfaldur maður trúir öllu en hygginn maður kann fótum sínum forráð,“ segir Biblían í Orðskviðunum 14:15.

Við vonum að þetta tölublað Vaknið! veiti þér skýrari mynd af vottum Jehóva. Það að þú skulir vera að lesa þetta blað gefur reyndar til kynna að þú hafir opinn huga. Við stingum upp á að þú gerir eftirfarandi: Þegar þú lest næstu fjórar greinar og meðfylgjandi rammagreinar skaltu fletta upp í biblíunni þinni ritningarstöðunum sem vísað er í. * Það er skynsamlegt að gera það og eins og Biblían kemst að orði, er það einnig merki um ,veglyndi‘. — Postulasagan 17:11.

^ Ef þú átt ekki Biblíuna en hefur aðgang að Netinu geturðu flett upp ritningarstöðunum í enskri útgáfu á slóðinni www.watchtower.org. Þar finnurðu ramma merktan „Read the Bible Online“. Á þessari vefsíðu eru einnig biblíurit á meira en 380 tungumálum.