Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrir fjölskylduna

Fyrir fjölskylduna

Fyrir fjölskylduna

Var þetta skynsamleg ákvörðun?

Lestu 4. Mósebók 13:1, 2, 25-33; 14:3, 6-12. Skoðaðu síðan myndina og skrifaðu svörin hér fyrir neðan.

1. Af hverju töluðu flestir njósnararnir illa um landið?

․․․․․

2. Hvaða afleiðingar hafði það að njósnararnir tíu skyldu vera svona neikvæðir?

VÍSBENDING: Lestu 4. Mósebók 14:26-38.

․․․․․

3. Hvers vegna voru Jósúa og Kaleb svona sigurvissir?

․․․․․

TIL UMRÆÐU:

Hvað geturðu gert til að líkja eftir Jósúa og Kaleb en ekki njósnurunum tíu þegar upp koma vandamál í fjölskyldunni?

HVAÐ VEISTU UM PÉTUR POSTULA?

4. Hvaða fjórum nöfnum er Pétur nefndur í Biblíunni?

VÍSBENDING: Lestu Matteus 10:2; 16:16; Jóhannes 1:42.

․․․․․

5. Giftist Pétur einhvern tíma?

VÍSBENDING: Lestu 1. Korintubréf 9:5.

․․․․․

TIL UMRÆÐU:

Endursegðu frásögu af Pétri sem er í uppáhaldi hjá þér. Hvaða eiginleika sýndi Pétur sem þú vilt líkja eftir og hvernig geturðu gert það?

ÚR ÞESSU BLAÐI

Svaraðu eftirfarandi spurningum og bættu inn versinu/versunum sem vantar.

BLS. 6 Hver hefur gert allt? Hebreabréfið 3:․․․

BLS. 7 Hvaða örlög bíða hinna ranglátu? Orðskviðirnir 2:․․․

BLS. 18 Hvað verður ekki framar til? Opinberunarbókin 21:․․․

BLS. 21 Hvað mylur bein? Orðskviðirnir 25:․․․

SVÖR

1. Þeir leyfðu ótta að ná tökum á sér og treystu ekki á Jehóva. — 4. Mósebók 14:3, 11.

2. Allir karlmennirnir, 20 ára og eldri, dóu í eyðimörkinni nema Jósúa og Kaleb.

3. Þeir treystu því að Jehóva væri með þeim. — 4. Mósebók 14:9.

4. Símon, Pétur, samsetningin Símon Pétur og Kefas.

5. Já.