Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fræddu þau snemma

Fræddu þau snemma

Fræddu þau snemma

● Þannig komst móðir í Kaliforníu að orði og vísaði þar til bókarinnar Lærum af kennaranum mikla. „Ég fór með Javan, son minn sem er þriggja ára, til barnalæknis í síðustu viku,“ sagði hún. „Læknirinn spurði hvort við hjónin hefðum rætt við Javan um það hvernig hann gæti varið sig gegn kynferðislegri misnotkun. Ég var hæstánægð að geta sagt honum frá bókinni Lærum af kennaranum mikla þar sem bent er á að maður ætti aldrei að leyfa öðrum að snerta kynfæri sín. Læknirinn hrósaði okkur fyrir að hafa rætt þetta mál við drenginn.“

Móðirin heldur áfram: „Það er hreinlega frábært hvernig fjallað er um þessi mál í bókinni.“ Þar á hún við kaflann „Jehóva verndaði Jesú“. Þar er því lýst hvernig Heródes konungur vildi vinna Jesú mein en faðirinn á himnum verndaði hann meðan hann var of ungur til að verja sig sjálfur. (Matteus 2:7-23) Í bókinni er síðan bent á hvernig hægt sé að kenna ungum börnum að verja sig ef einhver reynir að misnota þau kynferðislega.

Bókin er 256 blaðsíður, fallega myndskreytt og í sama broti og þetta tímarit. Þú getur eignast hana með því að fylla út og senda miðann hér að neðan.

□ Vinsamlegast sendið mér þessa bók án allra skuldbindinga.

□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis aðstoð við biblíunám.