Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrir fjölskylduna

Fyrir fjölskylduna

Fyrir fjölskylduna

Hver er munurinn á myndunum?

Finndu þrennt sem er ólíkt á mynd A og mynd B. Skrifaðu svörin á línurnar hér fyrir neðan og litaðu svo myndirnar.

VÍSBENDING: Lestu 2. Mósebók 25:10-22.

1. ․․․․․

2. ․․․․․

3. ․․․․․

4. Hvor myndin er rétt, mynd A eða mynd B?

TIL UMRÆÐU:

Hvað táknaði sáttmálsörkin fyrir Ísrael?

VÍSBENDING: Lestu 2. Mósebók 25:22; 3. Mósebók 16:2.

Hvað var enn þá mikilvægara en að hafa örkina?

VÍSBENDING: Lestu Jósúabók 7:1-6, 11, 12.

Hversu mikilvægt er að vera hlýðinn ef maður vill þóknast foreldrum sínum og Jehóva?

VÍSBENDING: Lestu 1. Samúelsbók 15:22, 23; Efesusbréfið 6:1-3.

GERIÐ ÞETTA SAMAN:

Látið hvern og einn í fjölskyldunni leita upplýsinga um sáttmálsörkina. Segið hvert öðru síðan frá því sem þið hafið lært. Dæmi um viðfangsefni gætu verið: Hvaða hlutir voru geymdir í örkinni á mismunandi tímum? Teiknið þá og ræðið um mikilvægi þeirra.

VÍSBENDING: Lestu Hebreabréfið 9:4.

Hvernig átti að bera örkina? Hvað gerðist þegar Davíð hlýddi ekki fyrirmælum Jehóva um það?

VÍSBENDING: Lestu 2. Mósebók 37:5; 1. Kroníkubók 13:7, 9-14; 15:12-15.

Safnaðu spilunum

Klipptu út, brjóttu saman og geymdu.

BIBLÍUSPIL 3 RUT

SPURNINGAR

A. Kláraðu setninguna sem Rut sagði við Naomí: „Þitt fólk er . . .“

B. Hvernig er Rut góð fyrirmynd þeim sem sinna sjúkum og öldruðum?

C. Fylltu í eyðurnar. Rut giftist ․․․․․ og varð formóðir ․․․․․ og ․․․․․.

[Tafla]

4026 f.Kr. Adam skapaður

Var uppi um 1200 f.Kr.

1 e.Kr.

98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð

[Kort]

Flutti frá Móab til Betlehem.

MÓAB

Betlehem

RUT

HVER VAR HÚN?

Hún var trúföst móabísk ekkja sem studdi Naomí, aldraða tengdamóður sína. Rut sýndi Naomí tryggð og kærleika og var ákveðin í að þjóna Jehóva og það gaf henni kjark til að flytja frá heimalandi sínu til Betlehem. Fólk sagði við Naomí: „Tengdadóttir þín . . . er þér meira virði en sjö synir.“ — Rutarbók 4:14, 15.

SVÖR

A. „ . . . mitt fólk og þinn guð er minn guð.“ — Rutarbók 1:16.

B. Rut var fórnfús og vinnusöm. — Rutarbók 2:7, 10-12, 17; 3:11.

C. Bóasi, Davíðs konungs, Jesú Krists. — Matteus 1:5, 6, 16.

BIBLÍUSPIL 4 ESTER

SPURNINGAR

A. Hvaða drottning vék fyrir Ester?

B. Kláraðu setninguna: „Ester vann hylli . . .“

C. Fylltu í eyðurnar. Hebreskt nafn Esterar var ․․․․․, og frændi hennar og verndari hét ․․․․․.

[Tafla]

4026 f.Kr. Adam skapaður

Var uppi um 400 f.Kr.

1 e.Kr.

98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð

[Kort]

Ester bjó í Súsa, borg í medísk-persneska heimsveldinu.

MEDÍA

Súsa

PERSÍA

ESTER

HVER VAR HÚN?

Hún var munaðarlaus stúlka sem varð drottning í Persíu, eiginkona Xerxesar (Ahasverusar) konungs. Ester hætti lífinu til að ljóstra upp um samsæri sem gekk út á að eyða öllum Gyðingum. (Esterarbók 4:11, 15, 16) Þótt hún væri falleg í útliti sýndi hún að henni var meira í mun að vera hugrökk, nærgætin og undirgefin. — Esterarbók 2:7; 1. Pétursbréf 3:1-5.

SVÖR

A. Vastí. — Esterarbók 1:12; 2:16, 17.

B. „ . . . allra sem sáu hana.“ — Esterarbók 2:15.

C. Hadassa (sem þýðir brúðarlauf), Mordekaí. — Esterarbók 2:7.

● Svörin við spurningunum er að finna á bls. 17.

SVÖR VIÐ MYNDAGÁTU Á BLS. 25

1. Stangirnar og hringina vantar.

2. Kerúbarnir eiga að hylja lokið með vængjum sínum.

3. Andlit kerúbanna eiga að snúa að lokinu.

4. B.