Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Horft á heiminn

Horft á heiminn

Horft á heiminn

Kínversk yfirvöldu létu nýlega til skarar skríða gegn mansali. Á einu og hálfu ári eftir að átakið hófst „frelsaði kínverska lögreglan 10.621 konu og 5.896 börn úr höndum mannræningja“. Hvorki meira né minna en 15.673 meintir afbrotamenn voru hnepptir í varðhald. — CHINA DAILY, KÍNA.

„Meira en þúsund kennarar í Kenía hafa verið reknir fyrir kynferðisofbeldi gegn skólastúlkum á síðastliðnum tveim árum . . . Sett var upp almenn neyðarlína þar sem heitið var nafnleynd . . . Hún leiddi í ljós að brotin voru útbreiddari en áður hafði verið talið.“ — DAILY NATION, KENÍA.

Rannsókn hefur sýnt fram á að líkurnar á sortuæxli aukast um 75 prósent við það að nota ljósabekki. Þeir sem hafa notað ljósabekki í meira en 50 klukkustundir eru 2,5 til 3 sinnum líklegri til að fá sortuæxli en þeir sem hafa aldrei notað þá. — CANCER EPIDEMIOLOGY, BIOMARKERS & PREVENTION, BANDARÍKJUNUM.

„Aðeins 8% [tilvonandi brúða í Kanada] telja skynsamlegt að halda sig frá kynlífi fyrir hjónaband,“ og „74% hjóna voru byrjuð að búa saman áður en þau giftust“. — WEDDINGBELLS, KANADA.

Hættan af menguðu vatni

„Fleiri deyja núna af völdum mengaðs vatns en vegna ofbeldis af öllu tagi, þar með talið styrjöldum.“ Þetta má lesa í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Þar kemur einnig fram að tvær milljónir tonna af úrgangi séu losaðar daglega í ár og í sjó. Um er að ræða landbúnaðar- og iðnaðarúrgang, auk skólps og þess háttar. Þetta veldur bæði tjóni á lífkerfinu og dreifir sjúkdómum. Á 20 sekúndna fresti deyr eitt barn yngra en fimm ára af völdum sjúkdóma sem rekja má til vatns. Achim Steiner, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir: „Til að heimurinn þrífist . . . þurfum við að leggjast á eitt um að finna viðunandi og ábyrga lausn á meðferð og losun úrgangs.“

Syngja til að endurheimta málið

Söngur getur hjálpað sjúklingum að endurheimta málið eftir heilablóðfall. Taugalæknar hvetja þá sem hafa fengið heilablóðfall til að syngja það sem þeir vilja segja. Það hefur skilað ótrúlegum árangri að láta sjúklinga orða hugsun sína taktfast og ljóðrænt. Á 15 vikum „læra sjúklingar smám saman að breyta sungnum orðum í töluð orð,“ að því er fram kemur í The Wall Street Journal.

Stóraukið svindl í skólum

Í könnun í Kanada, sem náði til 20.000 háskólanema á fyrsta ári, viðurkenndu 73 prósent að hafa „einu sinni eða oftar gerst sekir um alvarlegt svindl í ritgerðum eða skriflegum verkefnum í framhaldsskóla“. Þetta kemur fram í frétt frá Kanadíska menntaráðinu (Canadian Council on Learning). Einn af háskólunum skýrði frá því að svindl og ritstuldur hafi aukist um 81 prósent frá 2003 til 2006. Dr. Paul Cappon, formaður Kanadíska menntaráðsins, segir að „Netið og tæknivæðingin hafi valdið stórauknu svindli í skólum á síðastliðnum áratug“.