Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ratvísi sæskjaldbökunnar

Ratvísi sæskjaldbökunnar

Býr hönnun að baki?

Ratvísi sæskjaldbökunnar

● Vísindamenn kalla ferð sæskjaldbökunnar frá beitarsvæði til strandarinnar, þar sem hún verpir, „eitthvert mesta afrek sem um getur í dýraríkinu“. Sæskjaldbakan hefur áratugum saman verið undrunarefni þeirra.

Hugleiddu eftirfarandi: Á tveggja til fjögurra ára fresti kemur kvendýrið upp á land til að verpa. Hún felur eggin í sandinum en þau eru um það bil hundrað í hverju hreiðri. Þegar eggin hafa klakist út halda litlu skjaldbökurnar til hafs. Þar leggja þær upp í ferð sem getur orðið allt að 13.000 kílómetra löng þegar allt er talið. Nokkrum árum síðar halda fullþroskuð kvendýrin til lands til að verpa, og þá á ströndinni þar sem þau klöktust út.

Hvernig rata sæskjaldbökurnar? Kenneth Lohmann er líffræðingur við Háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann segir í viðtali við National Geographic News: „Þær virðast hafa fengið einhvers konar segulkort í arf.“ Rannsóknir benda til þess að skjaldbökurnar skynji styrk og stefnu segulsviðs jarðar og staðsetji sig eftir því. Þessi hæfileiki gerir smáum og varnarlausum skjaldbökum kleift að leggja upp í 13.000 kílómetra ferðalag um Atlantshaf. „Og þær ferðast einar en elta ekki hinar skjaldbökurnar,“ segir Lohmann.

Hvað heldurðu? Varð sæskjaldbakan svona ratvís af hreinni tilviljun eða býr hönnun að baki?

[Rammi á blaðsíðu 31]

FRÓÐLEIKSMOLAR

● Eftir að kvendýrið er búið að verpa og fela eggin yfirgefur það hreiðrið.

● Ungarnir eru með sérstaka eggtönn til að brjótast út úr eggjunum en missa hana síðan.

● Sæskjaldbökur eyða 90 prósentum ævinnar í sjó.

[Rétthafi myndarinnar]

© Masa Ushioda/WaterF/age fotostock