Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fuglseggið

Fuglseggið

Býr hönnun að baki?

Fuglseggið

● Það hefur verið kallað hreint „undraverk“ hve vel öllu er pakkað saman í fuglsegginu.

Hugleiddu þetta: Enda þótt kalk­skurn­in virðist þétt og hörð er hún alsett örsmáum loftgötum. Á hænueggi geta verið allt að 8.000 smásæ loftgöt þannig að fóstrið getur andað að sér súrefni og losað sig við koldíoxíð. Skurnin ásamt nokkrum þunnum himnum kemur þó í veg fyrir að sýklar nái að smita fóstrið. Hlaupkennd hvítan, sem er að stærstum hluta til vatn, gerir eggið höggþolið.

Vísindamenn vildu gjarnan geta líkt eftir hönnun eggsins til að búa til höggþolnari hluti og himnur til að verja ávexti gegn sýklum og sníkjudýrum. En „það er enginn hægðarleikur að herma eftir náttúrunni“, segir Marianne Botta Diener í tímaritinu Vivai. Hún bendir á að þær tilraunir, sem gerðar hafi verið hingað til, hafi ekki reynst umhverfisvænar.

Hvað heldurðu? Varð þetta „undraverk“, sem fuglseggið er, til af hreinni tilviljun? Eða var það hannað?

[Skýringarmynd á blaðsíðu 23]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

INNRI GERÐ EGGSINS

Skurn

Rauða

Hvítustrengur

Ytri skurnhimna

Innri skurnhimna

Kímdiskur (þar byrjar fóstrið að þroskast)

Þunn hvíta

Þykk hvíta

Lofthola