Afi hans var nýlátinn
Afi hans var nýlátinn
● „Ég er ekki vottur Jehóva, en mér finnst blöðin ykkar mjög áhugaverð,“ skrifaði maður nokkur til deildarskrifstofunnar í Mexíkó. „Í einu þeirra var minnst á bæklinginn Þegar ástvinur deyr. Það vakti athygli mína vegna þess að afi minn er nýlátinn. Mig langar að biðja ykkur um að senda mér átta eintök af bæklingnum svo að ég geti dreift þeim til ættingja minna, þeim til huggunar.“
Í bæklingum Þegar ástvinur deyr er að finna svör við spurningum eins og: Hvernig get ég borið sorg mína og hvaða von eiga hinir látnu? Þar er útskýrt hvað Biblían segir um dauðann og eðli hans. Þá er einnig fjallað um loforð Guðs um upprisu til lífs í paradís á jörð fyrir milligöngu Jesú Krists.
Þú getur fengið eintak af þessum bæklingi með því að fylla út og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér þennan bækling án allra skuldbindinga.
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis aðstoð við biblíunám.