Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma“

„Hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma“

„Hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma“

Skapari okkar hefur sett fram stórkostlegan spádóm um atburði sem eiga eftir að hafa áhrif á alla menn. Hann segir:

„Sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð og hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma.“ – JESAJA 65:17.

Hvað er ,hið fyrra sem verður ekki minnst framar og skal engum í hug koma‘? Samhengið sýnir að átt er við ranglæti, veikindi, þjáningar og margt annað sem hrjáir mannkynið. Hvernig mun þessum þjáningum linna? Svarið er að finna í spádóminum um „nýjan himin og nýja jörð“.

Merking þessa áhugaverða spádóms verður útskýrð í ræðunni „Hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma“. Hún verður flutt á umdæmismóti Votta Jehóva sem ber stefið „Varðveit hjarta þitt“.

Dagskráin er öllum opin og þú ert hjartanlega velkomin(n). Mótið verður haldið dagana 10. til 12. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Á vefsíðunni www.pr418.com má sjá hvar og hvenær þetta mót verður haldið annars staðar í heiminum.