Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Titanic — „frægasta skip sögunnar“

Titanic — „frægasta skip sögunnar“

Titanic — „frægasta skip sögunnar“

10. APRÍL 1912: Titanic leggur úr höfn í Southampton til New York.

11. APRÍL: Eftir að hafa sótt farþega til Cherbourg í Frakklandi og í Queenstown (sem nú heitir Cobh), á Írlandi heldur Titanic út á Atlantshaf.

14. APRÍL: Um klukkan 23:40 rekst Titanic á borgarísjaka.

15. APRÍL: Klukkan 2:20 sekkur Titanic og um 1.500 manns týna lífi.

HVERNIG skip var Titanic og hvers vegna sökk það? Heimsókn í Ulster Folk and Transport safnið, nálægt Belfast á Norður-Írlandi, hjálpar okkur að leita svara við þessum spurningum.

Hvers vegna er Titanic svona þekkt?

Fyrrverandi þjóðminjavörður Folk and Transport safnsins, Michael McCaughan, segir að Titanic sé „frægasta skip sögunnar“. En Titanic var ekki eitt sinnar tegundar. Það var eitt af þremur gríðarstórum skipum sem smíðuð voru í Belfast af skipasmíðastöðinni Harland and Wolff. * Titanic var eitt stærsta skip síns tíma, 269 metrar á lengd og 28 metrar á breidd.

Skipafélagið White Star ætlaði að nota þessi gríðarstóru skip til ná yfirráðum á arðbærum siglingaleiðum um Atlantshafið. White Star gat ekki keppt við keppinaut sinn, Cunard, um hraða svo að það einbeitti sér að smíði stærri og íburðarmeiri skipa til að laða að ríka og fræga fólkið.

En Titanic hafði einnig möguleika á að þjóna öðrum tilgangi. „Frá 1900 til 1914 komu næstum 900.000 innflytjendur til Bandaríkjanna á ári“, sagði William Blair, forstöðumaður National Museums Northern Ireland. Fólksflutningar frá Evrópu til Bandaríkjanna var helsta tekjulind Atlantshafsskipafélaganna og Titanic átti að sinna þeim.

Harmleikurinn

Skipstjóra Titanic, E. J. Smith, var vel kunnugt um hætturnar af hafís á Norður-Atlantshafi. Hann hafði margoft siglt þessa leið á Olympic, systurskipi Titanic. Viðvaranir um borgarísjaka höfðu borist frá öðrum skipum. En sumar voru hunsaðar eða komust aldrei til skila.

Skyndilega barst viðvörun frá útsýnisvörðum Titanic um að skipið stefndi á borgarísjaka. En það var of seint. Stýrimanninum tókst að komast hjá því að sigla beint á ísjakann en skipið rakst engu að síður á hann. Skipsskrokkurinn skemmdist og sjór tók að flæða inn í fremstu hólfin. Ekki leið á löngu þar til skipstjóranum varð ljóst að skipinu yrði ekki bjargað. Hann sendi út neyðarkall og sagði mönnum að gera björgunarbátana klára.

Um borð voru 16 björgunarbátar og fjórir samanbrotnir bátar. Björgunarbátar Titanic rúmuðu um 1.170 manns en um borð voru um 2.200 manns. Og til að gera illt verra voru sumir bátanna sjósettir áður en þeir voru fullmannaðir. Samt gerðu fáir tilraun til að leita að þeim sem höfðu stokkið í sjóinn. Aðeins 705 manns komust lífs af.

Eftirleikurinn

Eftir að Titanic sökk voru reglugerðir um siglingar endurskoðaðar og betrumbættar. Þaðan í frá þurftu til dæmis alltaf að vera nægilega margir björgunarbátar fyrir alla um borð.

Í mörg ár héldu menn að ástæða þess að Titanic sökk svona hratt væri sú að gríðarstórt gat hafi rifnað á skipsskrokkinn við þennan örlagaríka árekstur. En þegar Titanic fannst á hafsbotni árið 1985 komust rannsóknarmenn að annarri niðurstöðu. Ískaldur sjórinn hefur veikt stálið í skipinu þannig að það varð stökkt og brothætt. Tæpum þremur klukkustundum eftir áreksturinn brotnaði skipið í tvennt og sökk. Titanicslysið er eitt versta sjóslys sögunnar. *

[Neðanmáls]

^ Olympic var smíðað á undan Titanic og Britannic á eftir.

^ Sjá einnig greinina „I survied the sinking of the Titanic“ í Vaknið! á ensku 22. október 1981, bls. 3-8.

[Map on page 14]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

Southampton

Cherbourg

Queenstown (Cobh)

Slysstaðurinn

New York

ATLANTSHAF

[Myndir á bls. 10, 11]

Titanic í smíðum.

[Mynd á bls. 11]

Skrúfur Titanic.

[Mynd á bls. 11]

Verkamenn á leiðinni frá skipasmíðastöð Harland and Wolff í Belfast á Írlandi.

[Mynd á bls. 12]

Skipstjóri Titanic E. J. Smith (til hægri) ásamt Herbert McElroy yfirbryta.

[Rétthafi myndar]

© Með góðfúslegu leyfi CSU Archive/​age fotostock

[Rétthafi myndar á bls. 10]

Blaðsíður 10 og 11: Lagt úr höfn í Southampton, í smíðum og skipasmíðastöðin: © National Museums Northern Ireland; skipsskrúfur: © The Bridgeman Art Library.

[Rétthafi myndar á bls. 10]

© SZ Photo/​Knorr & Hirth/​Bridgeman Art Library